Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 10:04 Dorrit og Samson lentu í ógöngum í Mosfellssveit í gær. Mynd úr safni, þegar Samson var yngri og ögn grennri. Ljósmynd/Twitter Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær. Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið. Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Sjá meira
Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið.
Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fleiri fréttir Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Sjá meira