Veltu fyrir sér hvað Andrea Rut myndi spila marga leiki og hrósuðu umgjörð Þróttar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 13:15 Andrea Rut Bjarnadóttir í baráttunni gegn Þór/KA. Vísir/Hulda Margrét Hin kornunga Andrea Rut Bjarnadóttir lék sinn 100. leik fyrir Þrótt Reykjavík er liðið vann Þór/KA 1-0 í Pepsi Max deild kvenna. Frammistaða Andrea Rutar var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum. „Andrea Rut í Þrótti, hún var að spila sinn 100. leik. Það kom mér aðeins á óvart, hún er 2003 módel – kornung. Hvað ætli hún eigi eftir að spila, 700 leiki eða“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, er umræðan beindist að Andreu Rut. „Sonný, hvað varst þú að gera árið 2003,“ spurði Margrét Lára og hló. „Ekki að spila í úrvalsdeild allavega,“ svaraði Sonný Lára. „Hún er búin að standa sig virkilega vel fyrir lið Þróttar. Mér finnst flott umgjörð hjá Þrótti, stelpa að spila 100. leikinn sinn og hún fær blómvönd. Þetta skiptir svo litlu máli, þessir litlu hlutir sem eru stórir fyrir okkur leikmennina gleymast oft,“ sagði Margrét Lára jafnframt. Vísir tók nýverið saman hversu vel Andrea Rut hefur raunar staðið sig, þá sérstaklega þegar horft er til stoðsendinga. Þó Andrea Rut sé ef til vill ekki að stela fyrirsögnum í hverjum leik er ljóst að hún er mikilvægur partur af öflugu liði Þróttar sem situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. „Mér fannst virkilega vel gert hjá Þrótti að heiðra hana fyrri leik og þakka henni fyrir vel unnin störf,“ bætti Margrét Lára við að endingu. Klippa: Andrea Rut Bjarnadóttir og umgjörðin hjá Þrótti Reykjavík Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Andrea Rut í Þrótti, hún var að spila sinn 100. leik. Það kom mér aðeins á óvart, hún er 2003 módel – kornung. Hvað ætli hún eigi eftir að spila, 700 leiki eða“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, er umræðan beindist að Andreu Rut. „Sonný, hvað varst þú að gera árið 2003,“ spurði Margrét Lára og hló. „Ekki að spila í úrvalsdeild allavega,“ svaraði Sonný Lára. „Hún er búin að standa sig virkilega vel fyrir lið Þróttar. Mér finnst flott umgjörð hjá Þrótti, stelpa að spila 100. leikinn sinn og hún fær blómvönd. Þetta skiptir svo litlu máli, þessir litlu hlutir sem eru stórir fyrir okkur leikmennina gleymast oft,“ sagði Margrét Lára jafnframt. Vísir tók nýverið saman hversu vel Andrea Rut hefur raunar staðið sig, þá sérstaklega þegar horft er til stoðsendinga. Þó Andrea Rut sé ef til vill ekki að stela fyrirsögnum í hverjum leik er ljóst að hún er mikilvægur partur af öflugu liði Þróttar sem situr sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. „Mér fannst virkilega vel gert hjá Þrótti að heiðra hana fyrri leik og þakka henni fyrir vel unnin störf,“ bætti Margrét Lára við að endingu. Klippa: Andrea Rut Bjarnadóttir og umgjörðin hjá Þrótti Reykjavík Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira