Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 08:45 Íbúi í Nýju Orleans ber sandpoka sem hann nældi sér í frá borgaryfirvöldum. Hluti borgarbúa hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín en aðrir hvattir til að fara að eigin hvötum. AP/Max Becherer/The Times-Picayune/The New Orleans Advocate Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Veðurfræðingar spá því að Ida nái að verða fjórða stigs fellibylur áður en hún gengur á land, líklega vestur af Nýju Orleans seint á morgun. Vindstyrkurinn gæti náð allt að rúmlega 62 metrum á sekúndu. Borgar- og héraðsyfirvöld við ströndina hafa gripið til þess að ýmist hvetja íbúa sína til þess að yfirgefa svæðið eða beinlínis skipað þeim að hafa sig á brott áður en bylurinn skellur á. Í Nýju Orleans skipaði LaToya Cantrell, borgarstjóri, fólki sem býr utan við stíflukerfi sem ver borgina fyrir sjávarflóðum að rýma svæðið. Þeir sem búa innan varnarsvæðisins voru hvattir til að flýja sjálfviljugir. Cantrell sagði ómögulegt að skipa öllum borgarbúum að rýma borgina þar sem hraðbrautir næðu ekki að anna slíkri umferð, að sögn AP-fréttastofunnar. 8/27 - 10 PM CDT - Here are the latest key messages from the National Hurricane Center on Hurricane Ida. pic.twitter.com/A5kGkeFPMl— NWS Southern Region (@NWSSouthern) August 28, 2021 Útlit er fyrir að Ida gangi á land sama dag og fellibylurinn Katrína gerði fyrir sextán árum. Katrína olli miklum hörmungum í Nýju Orleans og víðar en hún var þriðja stig fellibylur. Um þúsund manns fórust og margmilljarða eignatjón varð. „Þetta verður stormur sem breytir lífi fólks sem er ekki tilbúið,“ sagði Benjamin Schott, veðurfræðingur, á frétamannafundi með John Bel Edwards, ríkisstjóra Lúisíana, í gær. Gert er ráð fyrir að rafmagnsleysi fylgi fellibylnum í Nýju Orleans og óttast er að sjávarflóðin af völdum hans fari yfir varnargarða og stíflur. Íbúar hafa birgt sig upp af sandpokum, eldsneyti, rafstöðvum og vistum. Þá búa sjúkrahús á svæðinu sig undir bylinn en þau glíma fyrir við fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Þau hafa meðal annars hamstrað eldsneyti til þess að knýja varaaflstöðvar ef rafmagnsleysi verður langvarandi.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira