Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2021 20:00 Þórhildur Gyða segir að aldrei hafi komið til greina að samþykkja að þegja gegn greiðslu. Hún hefur áður lýst reynslu af líkamlegu ofbeldi og tók þátt í herferð Stígamóta, Sjúk ást, árið 2018. Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“ KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“
KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55
Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51