Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2021 07:00 Dani Rhodes hefur komið sterk inn í lið Þróttar. stöð 2 Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands. „Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira