„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“ Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 14:29 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir var harðorð í garð KSÍ á Sprengisandi í morgun. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér. Hanna Björg hóf umræðuna um hylmingu kynferðisofbeldis innan Knattspyrnusambands Íslands fyrr í mánuðinum. Hún segist ekki hafa vitað af máli Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur þegar hún birti fyrstu greinina um kynferðisofbeldi og KSÍ. Þórhildur Gyða greindi frá því, í viðtali í Kastljósi, að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu. Hanna Björg segist vita af fleiri sambærilegum málum. „Það eru mjög mörg mál, ofbeldimál, sem hafa verið þögguð niður kerfisbundið, sem eru bara viðbjóðsleg. Síðast í morgun heyrði ég af einu sem er hópnauðgun landsliðsmanna. Önnur,“ segir hún. Ómögulegt sé fyrir þolendur að stíga fram „Það er ómögulegt fyrir þolendur að stíga fram. Þeir eiga á hættu að vera fjárkúgaðir af lögfræðingum gerenda og úthrópaðir eins og Þórhildur er að lenda í núna, einhverri maskínu í kommentakerfunum,“ segir Hanna Björg. „Það er algjörlega ótrúlegt að við séum að gera þetta enn þá, enn þá erum við með svona fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart þolendum,“ bætir hún við. Hanna Björg segist vita nöfn þekktra knattspyrnumanna sem gefin er hópnauðgun að sök. Hún segist þó ekki geta nafngreint þá. „Ég get átt á hættu að vera fjárkúguð af lögfræðingum og misst bara aleiguna, það er enginn að fara að gera það,“ segir hún. Veltir fyrir sér hæfi Guðna Bergssonar Hanna Björg efast um hæfi formanns KSÍ þar sem hann hafi annað hvort tekið þátt í að hylma yfir glæpi eða einfaldlega ekki vitað hvað gerist innan sambandsins. Þá segir hún að margir innan sambandsins hljóti að hafa vitað af kynferðisbrotum leikmanna. „Ég er að tala um Guðna Bergsson, ég er að tala um starfsfólkið og ég er að tala um forystuna. Auðvitað er það þeirra starf að vita og auðvitað vita þau. Það er þannig,“ segir hún. Þá segir hún fleira vera athugavert við starf KSÍ en meint hylming. „Þetta er náttúrulega ekki bara kynferðisbrot leikmanna, KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat,“ segir hún. Kynferðisofbeldi sé samfélagsmein Hanna Björg segir kynferðisofbeldi vera samfélagsmein sem þurfi að vera í umræðunni. Við þurfum að ræða það þar til eitthvað breytist. „Þetta er svo súrrealísk staða, að við séum meðvirk með viðbjóðslegum glæpum,“ segir Hanna Björg. Hún veltir því fyrir sér hvort fólk geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar kynferðisbrot hafa á þolendur. Hún segir þolanda hópnauðgunar af hálfu landsliðsmanna hafa orðað það vel þegar hún sagði „Þeir tóku frá mér gleðina.“ Hanna segir þolandann hafa burðast með þetta í ellefu ár, endalausa vanlíðan og þjáningar. Ekki fengið viðurkenningu á brotinu og að gerendurnir séu varpaðir dýrðarljóma. „Þetta er svo svívirðilegt ef við hugsum um þetta,“ segir hún. Segir íþróttafréttafólk hafa vitað af ofbeldi Hanna Björg segir að vitað hafi verið af kynferðisofbeldi þekktra knattspyrnumanna lengi. Sérstaklega af íþróttafréttafólki. „Er fólk bara blint og heyrnarlaust eða er það að fylgjast með hvað er að gerast,“ segir hún. Þá vill hún að gerendum í kynferðisbrotamálum sé ekki gefinn tími í sviðsljósinu. „Hugsaðu þér hvernig þolanda líður, að vera svívirtur, beittur viðbjóðslegu ofbeldi og svo sérðu geranda þinn í hávegum hafðan og sveipaðan dýrðarljóma. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Hanna Björg. Krafan eigi að vera um afsögn stjórnar KSÍ Hanna Björg segist trúa því að ofbeldismenning innan knattspyrnuhreyfingarinnar hverfi ef Guðni Bergsson segir af sér og ný hugmyndafræði taki við innan KSÍ. „Þetta fólk er allavega ekki að fara að breyta um hugmyndafræði,“ segir hún. Hún vill að aðildarfélög KSÍ fari fram á afsögn stjórnarinnar. Hún segir að hlutverk forystu KSÍ vera að berjast gegn kynferðisofbeldi enda sé uppeldishlutverk hreyfingarinnar mikið. „Það þarf að vera svona „zero tolerance“ fyrir nokkurs konar ofbeldi, einelti, áreiti og það þarf bara að gefa út skýrar línur og það þarf að fylgja þeim eftir skref fyrir skref, alla leið,“ segir hún. Þá segir hún að fyrsta skrefið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í samfélaginu sé hugarfarsbreyting. „Ég held að við þurfum að horfast í augu við það hvers eðlis þessi brot eru og meðhöndla þau þannig. Það gengur ekki að við þurfum vitni að nauðgun vegna þess að það eru næstum því aldrei vitni,“ segir Hanna Björg. Hún segir að nauðsynlegt sé að trúa þolendum vegna þess að það séu engar líkur á að þeir ljúgi, það séu hins vegar mjög miklar líkur á að gerendur ljúgi. „Ég held að það sé ekki til eitt einasta dómsmál um kynferðisbrot þar sem gerandinn hefur játað.“ segir hún. Þá segir hún að líta þurfi á kynferðisbrot sem líkamsárásir og svívirðilegt ofbeldi og taka því alvarlega. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Hanna Björg hóf umræðuna um hylmingu kynferðisofbeldis innan Knattspyrnusambands Íslands fyrr í mánuðinum. Hún segist ekki hafa vitað af máli Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur þegar hún birti fyrstu greinina um kynferðisofbeldi og KSÍ. Þórhildur Gyða greindi frá því, í viðtali í Kastljósi, að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu. Hanna Björg segist vita af fleiri sambærilegum málum. „Það eru mjög mörg mál, ofbeldimál, sem hafa verið þögguð niður kerfisbundið, sem eru bara viðbjóðsleg. Síðast í morgun heyrði ég af einu sem er hópnauðgun landsliðsmanna. Önnur,“ segir hún. Ómögulegt sé fyrir þolendur að stíga fram „Það er ómögulegt fyrir þolendur að stíga fram. Þeir eiga á hættu að vera fjárkúgaðir af lögfræðingum gerenda og úthrópaðir eins og Þórhildur er að lenda í núna, einhverri maskínu í kommentakerfunum,“ segir Hanna Björg. „Það er algjörlega ótrúlegt að við séum að gera þetta enn þá, enn þá erum við með svona fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart þolendum,“ bætir hún við. Hanna Björg segist vita nöfn þekktra knattspyrnumanna sem gefin er hópnauðgun að sök. Hún segist þó ekki geta nafngreint þá. „Ég get átt á hættu að vera fjárkúguð af lögfræðingum og misst bara aleiguna, það er enginn að fara að gera það,“ segir hún. Veltir fyrir sér hæfi Guðna Bergssonar Hanna Björg efast um hæfi formanns KSÍ þar sem hann hafi annað hvort tekið þátt í að hylma yfir glæpi eða einfaldlega ekki vitað hvað gerist innan sambandsins. Þá segir hún að margir innan sambandsins hljóti að hafa vitað af kynferðisbrotum leikmanna. „Ég er að tala um Guðna Bergsson, ég er að tala um starfsfólkið og ég er að tala um forystuna. Auðvitað er það þeirra starf að vita og auðvitað vita þau. Það er þannig,“ segir hún. Þá segir hún fleira vera athugavert við starf KSÍ en meint hylming. „Þetta er náttúrulega ekki bara kynferðisbrot leikmanna, KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat,“ segir hún. Kynferðisofbeldi sé samfélagsmein Hanna Björg segir kynferðisofbeldi vera samfélagsmein sem þurfi að vera í umræðunni. Við þurfum að ræða það þar til eitthvað breytist. „Þetta er svo súrrealísk staða, að við séum meðvirk með viðbjóðslegum glæpum,“ segir Hanna Björg. Hún veltir því fyrir sér hvort fólk geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar kynferðisbrot hafa á þolendur. Hún segir þolanda hópnauðgunar af hálfu landsliðsmanna hafa orðað það vel þegar hún sagði „Þeir tóku frá mér gleðina.“ Hanna segir þolandann hafa burðast með þetta í ellefu ár, endalausa vanlíðan og þjáningar. Ekki fengið viðurkenningu á brotinu og að gerendurnir séu varpaðir dýrðarljóma. „Þetta er svo svívirðilegt ef við hugsum um þetta,“ segir hún. Segir íþróttafréttafólk hafa vitað af ofbeldi Hanna Björg segir að vitað hafi verið af kynferðisofbeldi þekktra knattspyrnumanna lengi. Sérstaklega af íþróttafréttafólki. „Er fólk bara blint og heyrnarlaust eða er það að fylgjast með hvað er að gerast,“ segir hún. Þá vill hún að gerendum í kynferðisbrotamálum sé ekki gefinn tími í sviðsljósinu. „Hugsaðu þér hvernig þolanda líður, að vera svívirtur, beittur viðbjóðslegu ofbeldi og svo sérðu geranda þinn í hávegum hafðan og sveipaðan dýrðarljóma. Þetta gengur ekki lengur,“ segir Hanna Björg. Krafan eigi að vera um afsögn stjórnar KSÍ Hanna Björg segist trúa því að ofbeldismenning innan knattspyrnuhreyfingarinnar hverfi ef Guðni Bergsson segir af sér og ný hugmyndafræði taki við innan KSÍ. „Þetta fólk er allavega ekki að fara að breyta um hugmyndafræði,“ segir hún. Hún vill að aðildarfélög KSÍ fari fram á afsögn stjórnarinnar. Hún segir að hlutverk forystu KSÍ vera að berjast gegn kynferðisofbeldi enda sé uppeldishlutverk hreyfingarinnar mikið. „Það þarf að vera svona „zero tolerance“ fyrir nokkurs konar ofbeldi, einelti, áreiti og það þarf bara að gefa út skýrar línur og það þarf að fylgja þeim eftir skref fyrir skref, alla leið,“ segir hún. Þá segir hún að fyrsta skrefið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í samfélaginu sé hugarfarsbreyting. „Ég held að við þurfum að horfast í augu við það hvers eðlis þessi brot eru og meðhöndla þau þannig. Það gengur ekki að við þurfum vitni að nauðgun vegna þess að það eru næstum því aldrei vitni,“ segir Hanna Björg. Hún segir að nauðsynlegt sé að trúa þolendum vegna þess að það séu engar líkur á að þeir ljúgi, það séu hins vegar mjög miklar líkur á að gerendur ljúgi. „Ég held að það sé ekki til eitt einasta dómsmál um kynferðisbrot þar sem gerandinn hefur játað.“ segir hún. Þá segir hún að líta þurfi á kynferðisbrot sem líkamsárásir og svívirðilegt ofbeldi og taka því alvarlega.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira