Þolkappreið yfir hálendið frá Skagafirði til Þingvalla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2021 15:08 Hermann hafði mjög gaman af keppninni og hvetur til þess að fleiri slíkar keppnir verði haldnar. Landssamband hestamanna Íslenski hesturinn sannaði enn og aftur hversu magnaður hann er í fjögurra daga þolkappreiða keppni yfir hálendið, sem lauk í gær. Hver knapi reið um 70 kílómetra á dag, tveir Íslendingar og tveir útlendingar. Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar Landbúnaður Hestar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar
Landbúnaður Hestar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum