Rogge tók við formennsku í nefndinni á árið 2001 en Þjóðverjinn Thomas Bach tók svo við stöðunni árið 2013.
Rogge varð áttundi forseti nednarinnar þegar hann var kjörinn. Á sínum yngri árum spilaði hann rúgbí og keppti í siglingum með belgíska landsliðinu og tók sem slíkur þátt á þrennum Ólympíuleikum – í Mexíkóborg 1968, München 1972 og Montreal 1976.
It is with great sadness that the International Olympic Committee (IOC) announces the passing of former IOC President Count Jacques Rogge. He was 79 years old. https://t.co/3bVyhbnBP3
— IOC MEDIA (@iocmedia) August 29, 2021
Á heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar kemur fram að flaggað verði í hálfa stöng næstu fimm daga vegna fráfalls Rogges.
Hann starfaði meðal annars sem bæklunarskurðlæknir og svo forseti belgísku og svo evrópsku ólympíunefnarinnar áður en hann tók við starfi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar árið 2001.