Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 30. ágúst 2021 16:32 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum. Hlutverk nýs starfshóps verður að tryggja að brugðist verði við öllum ábendingum um ofbeldi sem komi á borð sambandsins. Guðni Bergsson sagði í gær af sér sem formaður KSÍ eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Tvær breytingar verða á landsliðinu fyrir leik liðsins á fimmtudag. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson munu ekki tilheyra hópnum en samkvæmt heimildum Vísis er Kolbeinn leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa gengist við ofbeldisbroti haustið 2017 og var honum gert að yfirgefa hópinn. Rúnar Már dró sig sjálfur úr hópnum. Sérstakur starfshópur settur á laggirnar Stjórn KSÍ hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun vinna að jafnréttismálum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að velja fólk í hann. Hún segir að hann verði skipaður fagfólki á sviði jafnréttismála, kynferðisbrotamála og lögfræðingi ásamt fulltrúa íþróttahreyfingarinnar. Hlutverk hópsins verður að rýna í stöðuna og skoða hvar skerpa megi á verkferlum. „Hvernig getum við komið því betur að það sé eftirfylgd með málunum og tryggt að mál geti ekki „slædað“ eða verið leyst í leynd. Við þurfum að tryggja að það sé brugðist við öllum málum,“ segir Kolbrún Hrund. Stærsta verkefnið að finna hvar mörkin liggi Hún segir stærsta verkefni hópsins að finna hvar mörkin liggi. „En við þurfum líka og ég held kannski að stærsta verkefni hópsins sé að finna hvar eru mörkin. Við hvað ætlum við að miða, hvað þarf til til þess að við fjarlægjum fólk úr landsliðinu eða félagsliðinu? Hversu stórt þarf brot að vera? Hver þarf tilkynningin að vera? Á hvaða „leveli“ er þetta? Af því við getum ekki verið með óljóst kerfi þar sem við bregðumst við af tilfinningu af því að einhver sagði eitthvað,“ segir Kolbrún. Stjórn KSÍ hafi heitið því að hlusta á hópinn. „Við þurfum bara að setja upp verklagið sem síðan þarf að vinna eftir. Svo kannski verður niðurstaðan sú að starfshópurinn leggur til að ráðin verði inn manneskja sem mun sinna þessum málum. Það gæti vel farið svo.“ Stjórn KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið viðurkennir mistök. Stjórnin hvetur þolendur eða þá sem hafa vitneskju um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar til þess að leita til sambandsins. Kolbrún segir að þolendur muni ekki þurfa að koma fyrir stjórnina heldur muni slík mál fara í gegnum hóp Kolbrúnar og samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. „Það verður aldrei þannig að þolandi verði látinn standa fyrir framan alla stjórnina það kemur aldrei til,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39 Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum. Hlutverk nýs starfshóps verður að tryggja að brugðist verði við öllum ábendingum um ofbeldi sem komi á borð sambandsins. Guðni Bergsson sagði í gær af sér sem formaður KSÍ eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Tvær breytingar verða á landsliðinu fyrir leik liðsins á fimmtudag. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson munu ekki tilheyra hópnum en samkvæmt heimildum Vísis er Kolbeinn leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa gengist við ofbeldisbroti haustið 2017 og var honum gert að yfirgefa hópinn. Rúnar Már dró sig sjálfur úr hópnum. Sérstakur starfshópur settur á laggirnar Stjórn KSÍ hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun vinna að jafnréttismálum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að velja fólk í hann. Hún segir að hann verði skipaður fagfólki á sviði jafnréttismála, kynferðisbrotamála og lögfræðingi ásamt fulltrúa íþróttahreyfingarinnar. Hlutverk hópsins verður að rýna í stöðuna og skoða hvar skerpa megi á verkferlum. „Hvernig getum við komið því betur að það sé eftirfylgd með málunum og tryggt að mál geti ekki „slædað“ eða verið leyst í leynd. Við þurfum að tryggja að það sé brugðist við öllum málum,“ segir Kolbrún Hrund. Stærsta verkefnið að finna hvar mörkin liggi Hún segir stærsta verkefni hópsins að finna hvar mörkin liggi. „En við þurfum líka og ég held kannski að stærsta verkefni hópsins sé að finna hvar eru mörkin. Við hvað ætlum við að miða, hvað þarf til til þess að við fjarlægjum fólk úr landsliðinu eða félagsliðinu? Hversu stórt þarf brot að vera? Hver þarf tilkynningin að vera? Á hvaða „leveli“ er þetta? Af því við getum ekki verið með óljóst kerfi þar sem við bregðumst við af tilfinningu af því að einhver sagði eitthvað,“ segir Kolbrún. Stjórn KSÍ hafi heitið því að hlusta á hópinn. „Við þurfum bara að setja upp verklagið sem síðan þarf að vinna eftir. Svo kannski verður niðurstaðan sú að starfshópurinn leggur til að ráðin verði inn manneskja sem mun sinna þessum málum. Það gæti vel farið svo.“ Stjórn KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið viðurkennir mistök. Stjórnin hvetur þolendur eða þá sem hafa vitneskju um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar til þess að leita til sambandsins. Kolbrún segir að þolendur muni ekki þurfa að koma fyrir stjórnina heldur muni slík mál fara í gegnum hóp Kolbrúnar og samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. „Það verður aldrei þannig að þolandi verði látinn standa fyrir framan alla stjórnina það kemur aldrei til,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39 Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48
Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39
Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent