Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:31 Pétur Theódór er á leið til Breiðabliks. Stöð 2 Sport Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans. Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira
Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Sjá meira