Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:31 Pétur Theódór er á leið til Breiðabliks. Stöð 2 Sport Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans. Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira
Breiðablik sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá því að Pétur Theódór myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Pétur er að renna út á samningi á Nesinu og kemur því frítt til Blika. Pétur Theódór hefur nánast látlaust verið orðaður við Kópavogsliðið í sumar en hann segir að umræður milli hans og félagsins hafi byrjað nokkuð nýlega og gengið hratt fyrir sig. „Þetta er búið að vera svona í gangi í sumar en þegar viðræður loks hófust þá gekk þetta hratt fyrir sig. segir Pétur. Bara fyrir nokkrum vikum síðan og eins og ég segi þá gekk þetta mjög hratt fyrir sig og fínt að þetta sé komið út.“ segir Pétur. Spenntur að endurnýja kynnin við Óskar Hrafn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefur áður unnið með Pétri en hann stýrði Gróttu tímabilin 2018 og 2019. Sumarið 2018 komst Grótta upp úr 2. deild undir stjórn Óskars og vann svo B-deildina árið eftir til að komast í efstu deild í fyrsta sinn. Pétur vann áður með þeim Óskari Hrafni (t.h.) og Halldóri (t.v.) hjá Gróttu.VÍSIR/VILHELM „Þegar ég frétti af þessu var þetta bara mjög spennandi. Ég er náttúrulega búinn að vinna með Óskari áður og ég er mjög spenntur að vinna með honum aftur, bæði Óskari og Dóra [Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari]. Þetta er náttúrulega bara frábært lið og þetta er bara mjög spennandi og krefjandi verkefni.“ „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari, með sína hugmyndafræði sem er mjög góð. Með mikinn metnað og bara frábær þjálfari.“ segir Pétur. Erfitt að fara frá uppeldisfélaginu Pétur Theódór hefur leikið allan sinn feril á Seltjarnarnesi. Hann lék sína fyrstu leiki með Gróttu aðeins 16 ára gamall sumarið 2011 en hefur gengið misvel að fóta sig með félaginu sem hefur farið á milli B- og C-deildar á hans tíma með liðinu. Hann spilaði með Kríu, B-liði Gróttu á Nesinu, í 4. deildinni árin 2017 og 2018 en kom svo af fullum krafti inn í lið Gróttu um mitt sumar 2018, þegar Óskar Hrafn var tekinn þar við stjórnartaumunum. Hann var markahæstur þegar Grótta fór upp úr B-deildinni 2019 með 15 mörk í 22 leikjum og hefur skorað 18 mörk í 19 leikjum fyrir félagið í sumar. Hann segir það muni vera erfitt að yfirgefa Seltjarnarnesið en tímabært sé að taka næsta skref. „Það verður það. Ég er náttúrulega búinn að vera á Seltjarnarnesi allan minn fótboltaferil, margir af mínum bestu vinum eru í liðinu og það verður mjög sárt. En ég er auðvitað bara spenntur fyrir nýju félagi, nýjum leikmönnum og að kynnast nýju fólki. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ segir Pétur Theódór. Viðtal Ríkharðs Óskars Guðnasonar við Pétur Theódór má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Pétur Theódór Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Grótta Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Sjá meira