Erlendir miðlar fjalla um mál KSÍ: „Skandall skekur Ísland“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2021 23:00 Mál KSÍ hefur vakið athygli víða. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa greint frá afsögn Guðna Bergssonar, fráfarandi formanns Knattspyrnusambands Íslands, sem og ofbeldisbroti landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar bæði í dag og í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að rúmenskir miðlar hefðu tekið málið fyrir en Rúmenía er einn andstæðinga karlalandsliðs Íslands í undankeppni HM 2022 í komandi landsliðsverkefni. Stjórn KSÍ ákvað að víkja vegna málsins í kvöld og boðaði til aukaþings sambandsins eftir fjórar vikur. Þau nýjustu tíðindi hafa líklega ekki enn náð út, ef litið er yfir erlenda fjölmiðla. Málið hefur hins vegar vakið mikla athygli utan landssteinanna og segja Berlingske Tidende frá Danmörku að „stór skandall skeki Ísland“ í upphafi fréttar miðilsins um málið. Þar er greint frá frásögn Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á RÚV á föstudag og að Guðni hafi tekið fyrir að sambandinu hafi borist tilkynningar um kynferðisofbeldi deginum áður, á fimmtudag. Tónn KSÍ hafi breyst á sunnudag þar sem þolendur ofbeldis voru beðnir afsökunar og Guðni síðan sagt af sér vegna málsins. Í frétt danska miðilsins segir að ekki hafi verið gefið opinberlega út af sambandinu hver leikmaðurinn sem framdi brotið sé en að KSÍ hafi ákveðið að taka Kolbein Sigþórsson úr leikmannahópnum fyrir komandi leiki í gær. Fengu litlar upplýsingar frá upplýsingafulltrúa Expressen frá Svíþjóð tók málið upp í kvöld í kjölfar þess að sænska fótboltaliðið Gautaborg greindi frá því að leikmaður liðsins hefði brotið af sér árið 2017 og að málið væri til skoðunar hjá félaginu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Kolbeinn Sigþórsson og Expressen greinir frá því að hann hafi verið tekinn úr íslenska landsliðshópnum að beiðni Knattspyrnusambandsins. Expressen hefur þá eftir Ómari Smárasyni, upplýsingafulltrúa KSÍ: Það var stjórn sambandsins sem ákvað að Kolbeinn væri ekki með landsliðinu. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar þar sem ég tala ekki fyrir hönd stjórnarinnar. Le président de la Fédération islandaise Gudni Bergsson a démissionné alors qu'un scandale a éclaté après la révélation d'une affaire d'agression sexuelle impliquant un joueur de la sélection. Le nom de Kolbeinn Sigthorsson est cité par les médias du pays https://t.co/i0nAmtVoJV pic.twitter.com/UmOGa2SHDa— L'ÉQUIPE (@lequipe) August 30, 2021 Franski miðillinn L'Equipé fjallar einnig um málið er greint er frá því að Guðni Bergsson hafi sagt af sér vegna skandals tengdan kynferðisbroti leikmanns íslenska landsliðsins. Þar er haft eftir íslenskum fjölmiðlum að sá leikmaður sé Kolbeinn Sigþórsson, og tekið fram að hann sé fyrrum leikmaður Nantes í Frakklandi. Á meðal annarra miðla sem fjalla um málið er maltneski miðillinn Times of Malta, Abuja City News frá Nígeríu, mexíkóski miðillinn Reforma, sportmiðillinn Sportowe Fakty frá Póllandi, ekvadorski fótboltamiðillinn Cancha og svo mætti lengi telja. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30. ágúst 2021 22:27 „Get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur“ Ásgeir Ásgeirsson, einn stjórnarmanna KSÍ sem sagði af sér í kvöld, birti stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann kvaðst afar ósáttur við þá gagnrýni sem stjórnarfólk sambandsins hefur sætt síðustu daga. 30. ágúst 2021 22:41 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að rúmenskir miðlar hefðu tekið málið fyrir en Rúmenía er einn andstæðinga karlalandsliðs Íslands í undankeppni HM 2022 í komandi landsliðsverkefni. Stjórn KSÍ ákvað að víkja vegna málsins í kvöld og boðaði til aukaþings sambandsins eftir fjórar vikur. Þau nýjustu tíðindi hafa líklega ekki enn náð út, ef litið er yfir erlenda fjölmiðla. Málið hefur hins vegar vakið mikla athygli utan landssteinanna og segja Berlingske Tidende frá Danmörku að „stór skandall skeki Ísland“ í upphafi fréttar miðilsins um málið. Þar er greint frá frásögn Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á RÚV á föstudag og að Guðni hafi tekið fyrir að sambandinu hafi borist tilkynningar um kynferðisofbeldi deginum áður, á fimmtudag. Tónn KSÍ hafi breyst á sunnudag þar sem þolendur ofbeldis voru beðnir afsökunar og Guðni síðan sagt af sér vegna málsins. Í frétt danska miðilsins segir að ekki hafi verið gefið opinberlega út af sambandinu hver leikmaðurinn sem framdi brotið sé en að KSÍ hafi ákveðið að taka Kolbein Sigþórsson úr leikmannahópnum fyrir komandi leiki í gær. Fengu litlar upplýsingar frá upplýsingafulltrúa Expressen frá Svíþjóð tók málið upp í kvöld í kjölfar þess að sænska fótboltaliðið Gautaborg greindi frá því að leikmaður liðsins hefði brotið af sér árið 2017 og að málið væri til skoðunar hjá félaginu. Leikmaðurinn sem um ræðir er Kolbeinn Sigþórsson og Expressen greinir frá því að hann hafi verið tekinn úr íslenska landsliðshópnum að beiðni Knattspyrnusambandsins. Expressen hefur þá eftir Ómari Smárasyni, upplýsingafulltrúa KSÍ: Það var stjórn sambandsins sem ákvað að Kolbeinn væri ekki með landsliðinu. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar þar sem ég tala ekki fyrir hönd stjórnarinnar. Le président de la Fédération islandaise Gudni Bergsson a démissionné alors qu'un scandale a éclaté après la révélation d'une affaire d'agression sexuelle impliquant un joueur de la sélection. Le nom de Kolbeinn Sigthorsson est cité par les médias du pays https://t.co/i0nAmtVoJV pic.twitter.com/UmOGa2SHDa— L'ÉQUIPE (@lequipe) August 30, 2021 Franski miðillinn L'Equipé fjallar einnig um málið er greint er frá því að Guðni Bergsson hafi sagt af sér vegna skandals tengdan kynferðisbroti leikmanns íslenska landsliðsins. Þar er haft eftir íslenskum fjölmiðlum að sá leikmaður sé Kolbeinn Sigþórsson, og tekið fram að hann sé fyrrum leikmaður Nantes í Frakklandi. Á meðal annarra miðla sem fjalla um málið er maltneski miðillinn Times of Malta, Abuja City News frá Nígeríu, mexíkóski miðillinn Reforma, sportmiðillinn Sportowe Fakty frá Póllandi, ekvadorski fótboltamiðillinn Cancha og svo mætti lengi telja.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30. ágúst 2021 22:27 „Get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur“ Ásgeir Ásgeirsson, einn stjórnarmanna KSÍ sem sagði af sér í kvöld, birti stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann kvaðst afar ósáttur við þá gagnrýni sem stjórnarfólk sambandsins hefur sætt síðustu daga. 30. ágúst 2021 22:41 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58
Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. 30. ágúst 2021 22:27
„Get ekki boðið mér og minni fjölskyldu uppá þann viðbjóð sem hefur verið sagt um okkur“ Ásgeir Ásgeirsson, einn stjórnarmanna KSÍ sem sagði af sér í kvöld, birti stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann kvaðst afar ósáttur við þá gagnrýni sem stjórnarfólk sambandsins hefur sætt síðustu daga. 30. ágúst 2021 22:41