Klara Bjartmarz ætlar að halda áfram Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 22:27 Klara Bjartmarz er framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Klara Bjartmarz hyggst halda áfram sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir að ný stjórn sambandsins tekur við. Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að hún ætli að stíga til hliðar í kjölfar umfjöllunar um viðbrögð sambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna. Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Boðað verður til aukaþings með fjögurra vikna fyrirvara og mun núverandi stjórn KSÍ starfa fram að því. „Ég er ráðinn starfsmaður knattspyrnusambandsins og hef starfað hér í 27 ár sem er dágóður tími. Ég er klár í það að halda áfram og mun takast á við það með nýrri stjórn þegar þar að kemur,“ sagði Klara í tíufréttum RÚV. Hún sagði að stofnaður hafi verið sérstakur starfshópur sem sé ætlað að taka betur utan um kynferðisafbrotamál og koma meðferð þeirra í betri farveg innan sambandsins. Aðspurð um það hvort einhugur væri um það innan stjórnarinnar að hún myndi halda áfram svaraði Klara að hún vissi ekki til þess að fráfarandi stjórn hafi fjallað um störf hennar. Vilja að Klara segi af sér Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hefur kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Guðni Bergsson steig til hliðar sem formaður KSÍ á laugardag í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Þórhildur lagði fram kæru en málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn játaði brot sín og greiddi henni miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þagnarskyldusamning gegn peningagreiðslu. Þórhildur ákvað að greina frá málinu eftir að Guðni fullyrti í Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis af hendi landsliðsmanns. Guðni sagði degi síðar að hann hefði misminnt en faðir Þórhildar hafði meðal annars haft samband við Guðna og aðra starfsmenn sambandsins vegna málsins. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld, án árangurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira