Róbert Ísak kom annar í mark í sínum undanriðli á 2:15,37 mínútum. Eftir að hans riðill kláraðist fóru tveir undanriðlar til viðbótar fram og þurfti hann því að bíða eftir að þeir kláruðust til að vita hvort hann væri kominn í úrslit.
Fór það svo að Róbert Ísak synti á sjöunda besta tímanum í heildina og er því kominn í úrslit. Úrslitasundið hefst klukkan 08.34 að íslenskum tíma.