Alteregóið Baldur galdur braust út á blindu stefnumóti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. september 2021 07:41 Það voru eflaust einhverjir áhorfendur Stöðvar 2 sem fengu gæsahúð þegar fylgst var með blindu stefnumóti Kristbjargar og Sölva í þættinum Fyrsta blikið. Skjáskot Raunveruleika- og stefnumótaþátturinn Fyrsta blikið hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld. Í hverjum þætti eru fjórir einstaklingar kynntir til leiks og paraðir saman á blind stefnumót. Háskólanemarnir Kristbjörg Eva Andersen Ramos og Sölvi Smárason voru annað tveggja para í fyrsta þættinum og er óhætt að segja stefnumótið hafi verið.... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Tja, ætli töfrandi sé ekki rétta orðið. Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Þegar Sölvi spyr Kristbjörgu út í stjörnumerkin hefjast skemmtilegar umræður. Eins gott að Sölvi sé ekki sporðdreki... Eða hvað? Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Þess vegna náum við svona vel saman Sölvi treystir Kristbjörgu fyrir því að þegar hann finnur aðeins of mikið á sér þá komi alteregóið hans, Baldur galdur, í heimsókn. Og þegar það gerist geti allt farið úr böndunum. Þegar líða tekur á stefnumótið, gerist svo þetta... Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Ég trúi á galdra Baldur galdur leynir greinilega á sér og kann svo sannarlega meira en bara gömlu góðu spilagaldrana. Kristrún og Sölvi kíktu saman á lífið eftir fyrsta stefnumótið þar sem þessi mynd náðist af þeim á skemmtistaðnum Seacret Celler í miðbænum. Eins og sjá má á klippunni hér fyrir ofan kviknaði vissulega á einhverjum blossum þetta kvöld og svifu allskyns töfrar, já og galdrar, yfir vötnum. Hvort sem fólk trúir á galdra eða ekki var ekki annað hægt en að hrífast með Sölva og Kristbjörgu á þessu skemmtilega og einlæga stefnumóti. Þó svo að ekki séu heimildir fyrir því að þau séu orðin par þá sást til þeirra á stefnumóti á veitingastaðnum Monkeys síðasta föstudagskvöld. En til gamans má geta að það er sama kvöld og þátturinn var sýndur á Stöð 2. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. View this post on Instagram A post shared by FYRSTA BLIKIÐ (@fyrstablikid) Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Emojional: Árni Vil í spjalli á Facebook Makamál Spurning vikunnar: Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Stundar þú líkamsrækt með makanum þínum? Makamál Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Makamál Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Sjá meira
Háskólanemarnir Kristbjörg Eva Andersen Ramos og Sölvi Smárason voru annað tveggja para í fyrsta þættinum og er óhætt að segja stefnumótið hafi verið.... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Tja, ætli töfrandi sé ekki rétta orðið. Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Þegar Sölvi spyr Kristbjörgu út í stjörnumerkin hefjast skemmtilegar umræður. Eins gott að Sölvi sé ekki sporðdreki... Eða hvað? Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Þess vegna náum við svona vel saman Sölvi treystir Kristbjörgu fyrir því að þegar hann finnur aðeins of mikið á sér þá komi alteregóið hans, Baldur galdur, í heimsókn. Og þegar það gerist geti allt farið úr böndunum. Þegar líða tekur á stefnumótið, gerist svo þetta... Klippa: FYRSTA BLIKIÐ - 1. þáttur. Ég trúi á galdra Baldur galdur leynir greinilega á sér og kann svo sannarlega meira en bara gömlu góðu spilagaldrana. Kristrún og Sölvi kíktu saman á lífið eftir fyrsta stefnumótið þar sem þessi mynd náðist af þeim á skemmtistaðnum Seacret Celler í miðbænum. Eins og sjá má á klippunni hér fyrir ofan kviknaði vissulega á einhverjum blossum þetta kvöld og svifu allskyns töfrar, já og galdrar, yfir vötnum. Hvort sem fólk trúir á galdra eða ekki var ekki annað hægt en að hrífast með Sölva og Kristbjörgu á þessu skemmtilega og einlæga stefnumóti. Þó svo að ekki séu heimildir fyrir því að þau séu orðin par þá sást til þeirra á stefnumóti á veitingastaðnum Monkeys síðasta föstudagskvöld. En til gamans má geta að það er sama kvöld og þátturinn var sýndur á Stöð 2. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. View this post on Instagram A post shared by FYRSTA BLIKIÐ (@fyrstablikid) Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Tantranudd: Ekki kynlífsþjónusta heldur munúðarfull upplifun Makamál Emojional: Árni Vil í spjalli á Facebook Makamál Spurning vikunnar: Upplifir þú að maki þinn kunni að meta þig? Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Stundar þú líkamsrækt með makanum þínum? Makamál Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Makamál Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Sjá meira