Hvað nú? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar