Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 15:26 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson. HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Spjótin hafa beinst að KSÍ og landsliðinu vegna frásagna af ofbeldisbrotum leikmanna en á sama tíma eru Arnar og sá landsliðshópur sem hann hefur nú til staðar að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni HM. Liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. „Ég held að það sé ekkert launungarmál að þetta er búið að vera mjög erfitt. Mitt verkefni er að halda utan um þetta þannig að við náum utan um hópinn og náum leikmönnunum með rétt hugarfar fyrir þessa þrjá mikilvægu leiki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra það neitt frekar. Þetta er bara mjög erfitt fyrir alla,“ sagði Arnar. Ætlar í alvöru enginn landsliðsmaður að segja neitt? Þær fyrirmyndir — Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) August 31, 2021 Mjög erfitt fyrir leikmenn að liggja undir grun Aðspurður hvernig hljóðið væri í leikmönnum, þar á meðal reynslumiklum leikmönnum á borð við Hannes Þór Halldórsson og Kára Árnason sem verið hafa í hópnum um langt árabil, svaraði Arnar: „Sem betur fer eru þessir leikmenn mjög reyndir og hafa gengið í gegnum mikið á sínum ferli, og náð ótrúlegum árangri. Til að ná árangri þarftu að geta einbeitt þér að þeim hlutum sem þú hefur stjórn á. Það er grunnurinn að því að geta staðið sig sem íþróttamaður. En það er einfaldlega þannig að ég er með hóp, ekki bara leikmenn heldur 39 manns í „búblu“ hér inni á hóteli, og þessi hópur af fólki hefur ekki gert neitt af sér. Ég held að það sé alveg ljóst að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sem ósjálfkrafa liggja undir grun um eitthvað sem þeir hafa ekki gert, að það er mjög erfitt fyrir alla að finna réttu orðin. Það er rosalega erfitt fyrir alla núna að segja eitthvað rétt. Það er einhvern veginn alltaf allt rangt. Og það þýðir ekkert að okkur sé alveg sama. Það er bara rosalega mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er erfitt fyrir leikmennina að sitja fyrir svörum, því þeir eru hræddir við að segja eitthvað rangt. Ég sagði það við Eið Smára [Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara] á sunnudagskvöldið, þegar það var mikið að gerast, að við gætum jafnvel búist við því að leikmenn sem myndu meiðast í leikjum á sunnudaginn hefðu ekki kjark til að láta okkur vita að þeir væru meiddir. Við erum komnir þangað og það er mjög slæmt. Mjög erfitt,“ sagði Arnar. Tvær breytingar urðu á landsliðshópnum um helgina. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein Sigþórsson út úr hópnum og Rúnar Már Sigurjónsson dró sig úr hópnum. Inn í hópinn komu Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.
HM 2022 í Katar KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira