Samningi Kolbeins ekki rift Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:39 Kolbeinn Sigþórsson í leik með IFK Gautaborg gegn Djurgärden. Getty/Michael Campanella Samningi sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborgar við Kolbein Sigþórsson verður ekki rift. Þetta segir Pontus Farnerud, íþróttastjóri sænska félagsins. Eitt af síðustu verkum stjórnar knattspyrnusambands Íslands, sem nú hefur stigið til hliðar, var að taka Kolbein út úr landsliðshópnum sem á næstu dögum mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM. Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Kolbeinn er sá leikmaður sem um ræðir. Framtíð Kolbeins hjá Gautaborg hefur vegna málsins verið í óvissu síðustu daga. Í frétt Expressen segir hins vegar að nú sé ljóst að hann verði áfram með liðinu, eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður þess á tímabilinu. Aðspurður hvort það stæði til að rifta samningi Kolbeins svaraði Farnerud: „Nei, að svo komnu máli stendur það ekki til.“ Expressen hefur, ekki frekar en íslenskir miðlar, náð tali af Kolbeini eða umboðsmanni hans. Það hefur Farnerud hins vegar gert: „Við höfum rætt við Kolbein og munum halda áfram að ræða við hann. Við fengum alla söguna frá honum í gær og vitum hvernig málin standa. Við ræðum það innan okkar raða og með Kolbeini hvernig við höldum áfram,“ sagði Farnerud. Kolbeinn hefur leikið 17 leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í ár og skorað fjögur mörk. Þetta er þriðja tímabil hans í Svíþjóð en hann lék áður með AIK. Samningur Kolbeins, sem er 31 árs gamall, við Gautaborg rennur út í lok árs þegar tímabilinu lýkur í Svíþjóð. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Eitt af síðustu verkum stjórnar knattspyrnusambands Íslands, sem nú hefur stigið til hliðar, var að taka Kolbein út úr landsliðshópnum sem á næstu dögum mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM. Stjórn KSÍ tók þá ákvörðun eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn að leikmaður karlalandsliðsins hefði brotið á henni á skemmtistað í Reykjavík í september 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi og annarri konu sem hann braut á miskabætur. Kolbeinn er sá leikmaður sem um ræðir. Framtíð Kolbeins hjá Gautaborg hefur vegna málsins verið í óvissu síðustu daga. Í frétt Expressen segir hins vegar að nú sé ljóst að hann verði áfram með liðinu, eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður þess á tímabilinu. Aðspurður hvort það stæði til að rifta samningi Kolbeins svaraði Farnerud: „Nei, að svo komnu máli stendur það ekki til.“ Expressen hefur, ekki frekar en íslenskir miðlar, náð tali af Kolbeini eða umboðsmanni hans. Það hefur Farnerud hins vegar gert: „Við höfum rætt við Kolbein og munum halda áfram að ræða við hann. Við fengum alla söguna frá honum í gær og vitum hvernig málin standa. Við ræðum það innan okkar raða og með Kolbeini hvernig við höldum áfram,“ sagði Farnerud. Kolbeinn hefur leikið 17 leiki með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í ár og skorað fjögur mörk. Þetta er þriðja tímabil hans í Svíþjóð en hann lék áður með AIK. Samningur Kolbeins, sem er 31 árs gamall, við Gautaborg rennur út í lok árs þegar tímabilinu lýkur í Svíþjóð.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira