Sjóðsstaða sterkari en áætlað var þrátt fyrir fjórðu bylgjuna Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2021 19:18 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira