Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 31. ágúst 2021 21:11 Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi og framkvæmdastjóra KSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. Þetta staðfestu bæði Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og Magnús Gylfason, stjórnarmeðlimur og formaður landsliðsnefndar karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti vildu þau þó lítið tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Hvort hér sé um að ræða einhvers konar upplýsingafulltrúa eða lögfræðing er óljóst en greinilegt að stjórnin hefur fengið nóg af því að þurfa að svara fyrir sín mál í fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Borghildur nefndi það við fréttastofu að stjórn sambandsins hefði í nógu að snúast þessa dagana í öllum undirbúningi fyrir landsleiki og aðra viðburði á vegum KSÍ. Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi sambandsins að undanförnu, sem og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Í því samhengi má nefna að varaformennirnir Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason báðust undan viðtali við fréttastofu í dag. Það gerði stjórnarmeðlimurinn Magnús Gylfason einnig, sem og Klara. Í fyrradag sagði formaðurinn Guðni Bergsson af sér. Í gær fylgdi stjórnin og boðað hefur verið til aukaþings eftir fjórar vikur, þar sem ný stjórn verður kjörin. Klara hefur gefið það út að hún muni ekki fara sömu leið en hóparnir Öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla við Laugardalsvöll á fimmtudag, þar sem þess verður krafist að Klara láti af störfum fyrir sambandið. Afsagnir síðustu daga koma kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Sjá meira
Þetta staðfestu bæði Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, og Magnús Gylfason, stjórnarmeðlimur og formaður landsliðsnefndar karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti vildu þau þó lítið tjá sig við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Hvort hér sé um að ræða einhvers konar upplýsingafulltrúa eða lögfræðing er óljóst en greinilegt að stjórnin hefur fengið nóg af því að þurfa að svara fyrir sín mál í fjölmiðlum allan liðlangan daginn. Borghildur nefndi það við fréttastofu að stjórn sambandsins hefði í nógu að snúast þessa dagana í öllum undirbúningi fyrir landsleiki og aðra viðburði á vegum KSÍ. Erfiðlega hefur gengið að fá viðtal við stjórnarmeðlimi sambandsins að undanförnu, sem og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ. Í því samhengi má nefna að varaformennirnir Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason báðust undan viðtali við fréttastofu í dag. Það gerði stjórnarmeðlimurinn Magnús Gylfason einnig, sem og Klara. Í fyrradag sagði formaðurinn Guðni Bergsson af sér. Í gær fylgdi stjórnin og boðað hefur verið til aukaþings eftir fjórar vikur, þar sem ný stjórn verður kjörin. Klara hefur gefið það út að hún muni ekki fara sömu leið en hóparnir Öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla við Laugardalsvöll á fimmtudag, þar sem þess verður krafist að Klara láti af störfum fyrir sambandið. Afsagnir síðustu daga koma kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Víkingar kæmust í 960 milljónir Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins „Þetta er einstakur strákur“ Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Barðist við tárin þegar hann kvaddi Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Sjá meira
Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Segir tilkynningu um hópnauðgun hafa komið inn á borð KSÍ KSÍ hefur til meðferðar tilkynningu um hópnauðgun. Þetta kom fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í tíufréttum RÚV í kvöld þegar hún var spurð hvort mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur væri eina kynferðisafbrotamálið sem hún vissi af á borði sambandsins. 30. ágúst 2021 23:36