Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2021 09:45 Tólfan í öllu sínu veldi. vísir/vilhelm Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Fram að 12. mínútu á leikjunum þremur mun Tólfan sitja og hafa hljótt. Tólfan hvetur meðlimi sína til að bera bönd Bleika fílsins og vera með Fokk ofbeldi húfur. Þá lét Tólfan útbúa borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Yfirskrift yfirlýsingar Tólfunnar er nýtt upphaf. Þar ítrekar Tólfan stuðning sinn við þolendur, hetjur okkar tíma eins og það er orðað, og segir að fótboltaheimurinn hafi orðið miðpunktur umræðunnar um kynbundið ofbeldi vegna hegðunar leikmanna karlalandsliðsins og óviðunandi viðbragða KSÍ við henni. Tólfan minnir á að lykilsetning hennar sé „Ekki vera fáviti“ og að ofbeldi sé fávitaskapur, í öllum sínum myndum. Að lokum skorar Tólfan á íslensku þjóðina að mæta á leikina sem framundan eru og styðja við liðið. Yfirlýsing Tólfunnar Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland! Ísland mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 annað kvöld. Á sunnudaginn mætir íslenska liðið því norður-makedónska og eftir viku er komið að leik gegn Þjóðverjum. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Nýtt upphaf Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil umræða hefur skapast í kringum karlalandsliðið í fótbolta. Umræðan er hluti af stærra máli þar sem öflugt fólk- hetjur okkar tíma- þolendur ofbeldis- gerir þá einföldu og sanngjörnu kröfu að skapað verði samfélag án ofbeldis. Þöggun, meðvirkni og leyndarhyggja skulu þar með heyra sögunni til. Í raun er einfaldlega krafist heilbrigðara og fallegra samfélags. Krafist er byltingar. Knattspyrnuheimurinn hefur, vegna hegðunar leikmanna liðsins og óviðunandi viðbragða knattspyrnuyfirvalda, orðið miðpunktur þessarar byltingar. Eðlilega. Stuðningsmannafélagið Tólfan vill koma því skýrt á framfæri að, lykilsetning félagsins hefur alltaf verið: 'Ekki vera fáviti'. Ofbeldi er fávitaskapur- í öllum sínum myndum. Tólfan fordæmir allt ofbeldi og vill á sama tíma koma á framfæri þakklæti til þeirra einstaklinga sem fram hafa komið og sýnt gríðarlegan kjark með því að segja sínar sögur. Það eru þið, með ykkar vinnu sem skapið grunn að heilbrigðara og fallegra samfélagi. Takk. Við stöndum með þolendum. --- Framundan eru þrír mikilvægir leikir hjá landsliðinu. Stuðningsmannafélagið Tólfan hefur ávallt reynt að styðja íslensku landsliðin af öllu hjarta, með jákvæðum hætti, og hefur það vakið athygli utan landsteinanna. Það verður að viðurkennast að erfitt hefur reynst að finna jákvæðnina í öldurótinu en hefur Tólfan ákveðið að: Fram að 12.mínútu leiksins mun Tólfan sitja og engir söngvar koma frá stúkunni, þeir sem kjósa og eiga, bera bönd Bleika Fílsins og vera með F O húfur á komandi leikjum og hvetjum við þá sem eiga slíkt að koma með á leikinn. Einnig var ákveðið að skella í einn borða með stuðningsyfirlýsingu til þolenda. Einnig munum við taka samtalið við KSÍ og koma okkar skoðunum á framfæri við þau. Vonar Tólfan að með þessu verði skapaður grunnur að nýju upphafi, nýju jákvæðara samfélagi. Með því skorar Tólfan á þjóðina alla að mæta á völlinn og styðja við liðið. Áfram Ísland!
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira