Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Atli Ísleifsson, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. september 2021 12:47 Mynd úr eldra Skaftárhlaupi, árið 2018. Vísir/Jóhann K. Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni, en ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum heldur bendi þessar athuganir til þess að Skaftárhlaup sé hafið. „Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr katlinum í september 2019 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 290 m3/s kl. 12 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Þó er ekki útilokað að vatn hlaupi úr Eystri-Skaftárkatli í kjölfarið líkt og gerðist í ágúst 2018.“ Hér má sjá kort af Skaftá.Vísir Vara við að fólk fari nálægt Skaftá Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á Suðurlandi vegna Skaftárhlaups. Þetta gera almannavarnir í samráði við lögreglustjórann í umdæminu. Óvissustigið þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Varað er við því að brennisteinsmengunar geti gætt þar sem hlaupvatn komi undan jökli og geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Veðurstofan Salóme Jórunn Þorkelsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að líkt og staðan sé nú sé útlit fyrir að hlaupið sé ekki jafn stórt og það var árin 2015 og 2018. „Hins vegar erum við búin að vera að fylgjast með sigkatlinum sem er eystri Skaftárketill og hann hefur verið að safna í sig en hann er ekki farinn að síga þannig að það bendir til þess að þetta sé hlaup að koma úr eystari katlinum,“ segir Salóme. Frá Skaftárhlaupi í ágúst 2018.Vísir/Jóhann K. Er talið að þetta geti haft afleiðingar í för með sér? „Ef þetta er bara hlaup úr vestari katlinum og helst takmarkað þá ættu skemmdir ekki að verða miklar ef nokkrar. Þá ætti áin alveg að geta tekið við því vatni. Það er kannski hægt að gera ráð fyrir að rennslið fari upp undir svona 700 rúmmetra á sekúndu við Skaftárdal og það er ekki eitthvað sem kallast hamfarahlaup. En ef það kemur í kjölfarið í eystri ketilinn þá gæti þetta orðið svolítið stærra. En eins og þetta lítur út núna hjá okkur þá er ekki að gera ráð fyrir því að þetta sé mjög stórt.“ Aðspurð segir Salóme að fólk þurfi að vera vakandi fyrir brennisteinshættu. „Það þarf að hafa í huga að það fylgir þessu brennisteinslykt og það hefur fundist brennisteinslykt bæði við Hverfisfljót og við Skaftá. Það er bara eins og með brennisteinshættuna sem við erum búin að vera vakandi fyrir í þéttbýli á Suður- og Vesturlandi, maður þarf að vara sig að það getur haft áhrif á augu og öndunarfæri,“ segir Salóme. Frá Skaftárhlaupi 2019.Vísir/Jóhann K. Möguleg vá Það er mikilvægt að íbúar og allir þeir sem leið eiga um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og aðferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá: Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum. Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnir Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni, en ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum heldur bendi þessar athuganir til þess að Skaftárhlaup sé hafið. „Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr katlinum í september 2019 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 290 m3/s kl. 12 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Þó er ekki útilokað að vatn hlaupi úr Eystri-Skaftárkatli í kjölfarið líkt og gerðist í ágúst 2018.“ Hér má sjá kort af Skaftá.Vísir Vara við að fólk fari nálægt Skaftá Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á Suðurlandi vegna Skaftárhlaups. Þetta gera almannavarnir í samráði við lögreglustjórann í umdæminu. Óvissustigið þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Varað er við því að brennisteinsmengunar geti gætt þar sem hlaupvatn komi undan jökli og geti skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Veðurstofan Salóme Jórunn Þorkelsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að líkt og staðan sé nú sé útlit fyrir að hlaupið sé ekki jafn stórt og það var árin 2015 og 2018. „Hins vegar erum við búin að vera að fylgjast með sigkatlinum sem er eystri Skaftárketill og hann hefur verið að safna í sig en hann er ekki farinn að síga þannig að það bendir til þess að þetta sé hlaup að koma úr eystari katlinum,“ segir Salóme. Frá Skaftárhlaupi í ágúst 2018.Vísir/Jóhann K. Er talið að þetta geti haft afleiðingar í för með sér? „Ef þetta er bara hlaup úr vestari katlinum og helst takmarkað þá ættu skemmdir ekki að verða miklar ef nokkrar. Þá ætti áin alveg að geta tekið við því vatni. Það er kannski hægt að gera ráð fyrir að rennslið fari upp undir svona 700 rúmmetra á sekúndu við Skaftárdal og það er ekki eitthvað sem kallast hamfarahlaup. En ef það kemur í kjölfarið í eystri ketilinn þá gæti þetta orðið svolítið stærra. En eins og þetta lítur út núna hjá okkur þá er ekki að gera ráð fyrir því að þetta sé mjög stórt.“ Aðspurð segir Salóme að fólk þurfi að vera vakandi fyrir brennisteinshættu. „Það þarf að hafa í huga að það fylgir þessu brennisteinslykt og það hefur fundist brennisteinslykt bæði við Hverfisfljót og við Skaftá. Það er bara eins og með brennisteinshættuna sem við erum búin að vera vakandi fyrir í þéttbýli á Suður- og Vesturlandi, maður þarf að vara sig að það getur haft áhrif á augu og öndunarfæri,“ segir Salóme. Frá Skaftárhlaupi 2019.Vísir/Jóhann K. Möguleg vá Það er mikilvægt að íbúar og allir þeir sem leið eiga um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og aðferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá: Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum. Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti,“ segir í tilkynningunni.
Almannavarnir Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira