Golf
Tvö hörkumót hefjast í golfinu í dag. Fyrra mótið dagsins er á Evrópumótaröðinni, Opna ítalska mótið, og hefst keppni klukkan 11:30 á Stöð 2 Golf.
Þá er komið að einu stærsta móti ársins á PGA-mótaröðinni vestanhafs, Tour Championship, sem hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.
Fótbolti
Tveir hörkuleikir fara fram í undankeppni HM karla 2022 í Katar. England sækir Ungverjaland heim og hefst bein útsending klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 2.
Þá fá Svíar lið Spánar í heimsókn til Stokkhólms á sama tíma. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 3.
Öll mörk kvöldsins verða svo sýnt á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:45.
Allar beinar útsendingar sem fram undan eru má sjá að neðan.