Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2021 08:00 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, segir fyrirtækið munu eiga virkt og opið samtal við KSÍ, deila sjónarmiðum fyrirtækisins og sjá til þess að næstu skref sem tekin verða verði trúverðug. Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. Grátt ský er yfir íslenskri knattspyrnu þar sem formaður og stjórn hafa stigið til hliðar og framkvæmdastjóri er farinn í leyfi vegna óánægju með viðbrögð við ýmist ásökunum um brot landsliðsmanna eða staðfest tilfelli þess að miskabætur voru greiddar þolendum. Landsbankinn, Icelandair, Coca Cola og Vodafone, styrktaraðilar sambandsins, hafa öll gert athugasemdir eða óskað eftir samtali við KSÍ í ljósi stöðunnar. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni. Mikil vinna fram undan „Við höfum verið stoltur aðalstyrkaraðili UN Women og herferðar þeirra Fokk Ofbeldi um langt skeið. Stefna okkar í samfélagsábyrgð, sem snýr að jafnrétti og virðingu samrýmist engan veginn því sem hefur viðgengst í kringum karlalandslið KSÍ,“ segir Heiðar í tilkynningu. Vinnubrögð KSÍ hafi verið ófullnægjandi og ljóst að mikil vinna sé fram undan hjá sambandinu og þörf á róttækum breytingum. „Við höfum átt gott samstarf við KSÍ undanfarin ár, en Sýn hefur í nafni Vodafone verið styrktaraðili KSÍ frá árinu 2018, með það að markmiði að auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um allt land. Slíkt samstarf þarf ávallt að byggjast á trausti og ljóst er að það traust, sem og traust samfélagsins gagnvart sambandinu hefur því miður horfið á síðustu dögum.“ Opið og virkt samtal Það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið og enn meira máli að það sé brugðist við. Nú hafi sambandið tækifæri til að taka þessi mál til róttækrar skoðunar. Heiðar segir Vodafone finna ríkan vilja víða til að gera það. „Í samstarfi líkt og við eigum við KSÍ geta báðir aðilar mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Við munum því á næstunni eiga áfram virkt og opið samtal við sambandið, deila okkar sjónarmiðum og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.“ Kolbeinn svaraði með yfirlýsingu Karlalandsliðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 í undankeppni HM 2022. Aktívistahópurinn Öfgar hefur boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll. Boðað var til þeirra áður en stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri stigu til hliðar eða fóru í leyfi. Fróðlegt verður að sjá hvort og þá hve margir mótmæla við leikvanginn í kvöld. Tólfan, stuðningssveit landsliðsins, ætlar að hafa algjöra þögn fyrstu tólf mínútur leiksins. Eru stuðningsmenn hvattir til að mæta með Fokk ofbeldi húfur eigi þeir slíkar. Kolbeinn Sigþórsson, sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og annarri konu miskabætur árið 2018, sagðist í yfirlýsingu í gær ekki kannast við að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt. Hegðun hans hefði hins vegar ekki verið til fyrirmyndar, hann beðið konurnar afsökunar og greitt þær upphæðir sem þær óskuðu eftir. Þórhildur Gyða svaraði að hún harmaði að Kolbeinn sakaði hana um lygar. Vísir er í eigu Sýnar hf. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Grátt ský er yfir íslenskri knattspyrnu þar sem formaður og stjórn hafa stigið til hliðar og framkvæmdastjóri er farinn í leyfi vegna óánægju með viðbrögð við ýmist ásökunum um brot landsliðsmanna eða staðfest tilfelli þess að miskabætur voru greiddar þolendum. Landsbankinn, Icelandair, Coca Cola og Vodafone, styrktaraðilar sambandsins, hafa öll gert athugasemdir eða óskað eftir samtali við KSÍ í ljósi stöðunnar. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Vodafone, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni. Mikil vinna fram undan „Við höfum verið stoltur aðalstyrkaraðili UN Women og herferðar þeirra Fokk Ofbeldi um langt skeið. Stefna okkar í samfélagsábyrgð, sem snýr að jafnrétti og virðingu samrýmist engan veginn því sem hefur viðgengst í kringum karlalandslið KSÍ,“ segir Heiðar í tilkynningu. Vinnubrögð KSÍ hafi verið ófullnægjandi og ljóst að mikil vinna sé fram undan hjá sambandinu og þörf á róttækum breytingum. „Við höfum átt gott samstarf við KSÍ undanfarin ár, en Sýn hefur í nafni Vodafone verið styrktaraðili KSÍ frá árinu 2018, með það að markmiði að auka áhuga á knattspyrnu, styðja við starfsemi landsliða karla og kvenna og efla grasrótarstarf um allt land. Slíkt samstarf þarf ávallt að byggjast á trausti og ljóst er að það traust, sem og traust samfélagsins gagnvart sambandinu hefur því miður horfið á síðustu dögum.“ Opið og virkt samtal Það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið og enn meira máli að það sé brugðist við. Nú hafi sambandið tækifæri til að taka þessi mál til róttækrar skoðunar. Heiðar segir Vodafone finna ríkan vilja víða til að gera það. „Í samstarfi líkt og við eigum við KSÍ geta báðir aðilar mótað það og komið með tillögur til úrbóta. Við munum því á næstunni eiga áfram virkt og opið samtal við sambandið, deila okkar sjónarmiðum og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.“ Kolbeinn svaraði með yfirlýsingu Karlalandsliðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 í undankeppni HM 2022. Aktívistahópurinn Öfgar hefur boðað til mótmæla fyrir utan Laugardalsvöll. Boðað var til þeirra áður en stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri stigu til hliðar eða fóru í leyfi. Fróðlegt verður að sjá hvort og þá hve margir mótmæla við leikvanginn í kvöld. Tólfan, stuðningssveit landsliðsins, ætlar að hafa algjöra þögn fyrstu tólf mínútur leiksins. Eru stuðningsmenn hvattir til að mæta með Fokk ofbeldi húfur eigi þeir slíkar. Kolbeinn Sigþórsson, sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og annarri konu miskabætur árið 2018, sagðist í yfirlýsingu í gær ekki kannast við að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt. Hegðun hans hefði hins vegar ekki verið til fyrirmyndar, hann beðið konurnar afsökunar og greitt þær upphæðir sem þær óskuðu eftir. Þórhildur Gyða svaraði að hún harmaði að Kolbeinn sakaði hana um lygar. Vísir er í eigu Sýnar hf.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28 Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54 Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Landsbankinn óskar eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ Landsbankinn hefur bæst í hóp þeirra stuðningsaðila Knattspyrnusambands Íslands sem krefjast þess að sambandið geri hreint fyrir sínum dyrum. Forsvarsmenn bankans óskuðu í gær eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórn KSÍ. 31. ágúst 2021 07:28
Stuðningsaðili óskar eftir samtali við KSÍ vegna frétta síðustu daga Coca-Cola á Íslandi, CCEP, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu Knattspyrnusambands Íslands í íslensku samfélagi í kjölfar frétta síðustu daga. Hefur félagið í bréfi óskað eftir samtali við fulltrúa KSÍ um málið. 30. ágúst 2021 13:54
Gangast við því að traust samfélagsins til KSÍ sé „algjörlega horfið“ Forsvarsmenn KSÍ munu funda með öllum samstarfsaðilum sínum á næstu dögum, hlusta á sjónarmið þeirra og upplýsa um þær aðgerðir sem sambandið hyggst grípa til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KSÍ sendi á fjölmiðla seint í gærkvöldi. 31. ágúst 2021 06:20
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent