Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2021 11:04 Yfirvöld víða umheim hafa varað við notkun ivermectin, bæði vegna þess að ekki hefur verið sýnt frá á virkni lyfsins gegn Covid-19 og vegna þess að það getur hreinlega verið hættulegt. Getty/NurPhoto/Soumyabrata Roy Sífellt fleiri viðskiptavinir neita að upplýsa lyfjafræðinga um það við hverju þeir fengu ávísað lyfjum sem innihalda ivermectin. Þetta segja samtök ástralskra lyfjafræðinga, sem hafa ráðlagt félögum sínum að fylgjast grannt með sölu ivermectin. Ivermectin er eitt umdeilasta lyfið í Covid-umræðunni. Deilur um ágæti lyfsins hófust þegar vísindamenn við Monash University í Melbourne greindu frá því að þeim hefði tekist að útrýma SARS-CoV-2 í frumum á aðeins 48 klukkustundum með því að nota ivermectin. Hinar góðu fréttir fóru á flug og hafa orðið til þess að fjöldi fólks telur lyfið virka gegn Covid-19 en því sé haldið frá almenningi af ýmsum skuggalegum ástæðum. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni, og aðrir, hafa hins vegar bent á að um hafi verið að ræða tilraun á vísindastofu en ekki skipulagða rannsókn á öryggi og virkni lyfsins í mönnum. Lyfjastofnun Ástralíu segir innflutning á lyfinu hafa tífaldast og þá hafi myndast skortur á lyfinu Stromectol, sem inniheldur ivermectin, í ágúst. Stromectol er notað við meðferð á ýmsum sníkjudýrum sem herja á menn en borið hefur á því að einstaklingar hafi gripið til þess að nota ivermectin-lyf ætluð hestum til að freista þess að læknast af Covid-19. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur raunar séð sig tilneydda til að minna Bandaríkjamenn á að þeir séu ekki hross. You are not a horse. You are not a cow. Seriously, y'all. Stop it. https://t.co/TWb75xYEY4— U.S. FDA (@US_FDA) August 21, 2021 Monash University hefur einnig biðlað til fólks um að reyna ekki að lækna sjálft sig með ivermectin né nota ivermectin sem ætlað er dýrum. Rannsóknir háskólans á lyfinu standa enn yfir en hafa staðið í stað vegna fárra Covid-tilvika í Ástralíu. Greint hefur verið frá því að fjöldi einstaklinga ræði nú saman á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum um það hvernig komast má yfir ivermectin og deili jafnvel upplýsingum um lækna sem eru reiðubúnir til að ávísa lyfinu. Því hafa samtök lyfjarfræðinga í Ástralíu, sem telja 18 þúsund félaga, beint því til lyfjafræðinga að vera á varðbergi þegar fólk mætir með lyfseðil fyrir ivermectin og hafa samband við lækninn sem ávísaði lyfinu ef viðskiptavinurinn getur ekki gefið greinargóða útskýringu á notkuninni. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Grunur um alvarlegar aukaverkanir: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Lyfjastofnun og embætti landlæknis vilja árétta að lyfið Soolantra (ivermektín) er einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. 24. ágúst 2021 09:00 Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. 18. ágúst 2021 16:00 Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. 23. júní 2021 07:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ivermectin er eitt umdeilasta lyfið í Covid-umræðunni. Deilur um ágæti lyfsins hófust þegar vísindamenn við Monash University í Melbourne greindu frá því að þeim hefði tekist að útrýma SARS-CoV-2 í frumum á aðeins 48 klukkustundum með því að nota ivermectin. Hinar góðu fréttir fóru á flug og hafa orðið til þess að fjöldi fólks telur lyfið virka gegn Covid-19 en því sé haldið frá almenningi af ýmsum skuggalegum ástæðum. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni, og aðrir, hafa hins vegar bent á að um hafi verið að ræða tilraun á vísindastofu en ekki skipulagða rannsókn á öryggi og virkni lyfsins í mönnum. Lyfjastofnun Ástralíu segir innflutning á lyfinu hafa tífaldast og þá hafi myndast skortur á lyfinu Stromectol, sem inniheldur ivermectin, í ágúst. Stromectol er notað við meðferð á ýmsum sníkjudýrum sem herja á menn en borið hefur á því að einstaklingar hafi gripið til þess að nota ivermectin-lyf ætluð hestum til að freista þess að læknast af Covid-19. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur raunar séð sig tilneydda til að minna Bandaríkjamenn á að þeir séu ekki hross. You are not a horse. You are not a cow. Seriously, y'all. Stop it. https://t.co/TWb75xYEY4— U.S. FDA (@US_FDA) August 21, 2021 Monash University hefur einnig biðlað til fólks um að reyna ekki að lækna sjálft sig með ivermectin né nota ivermectin sem ætlað er dýrum. Rannsóknir háskólans á lyfinu standa enn yfir en hafa staðið í stað vegna fárra Covid-tilvika í Ástralíu. Greint hefur verið frá því að fjöldi einstaklinga ræði nú saman á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum um það hvernig komast má yfir ivermectin og deili jafnvel upplýsingum um lækna sem eru reiðubúnir til að ávísa lyfinu. Því hafa samtök lyfjarfræðinga í Ástralíu, sem telja 18 þúsund félaga, beint því til lyfjafræðinga að vera á varðbergi þegar fólk mætir með lyfseðil fyrir ivermectin og hafa samband við lækninn sem ávísaði lyfinu ef viðskiptavinurinn getur ekki gefið greinargóða útskýringu á notkuninni.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Grunur um alvarlegar aukaverkanir: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Lyfjastofnun og embætti landlæknis vilja árétta að lyfið Soolantra (ivermektín) er einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. 24. ágúst 2021 09:00 Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. 18. ágúst 2021 16:00 Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. 23. júní 2021 07:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Grunur um alvarlegar aukaverkanir: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Lyfjastofnun og embætti landlæknis vilja árétta að lyfið Soolantra (ivermektín) er einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. 24. ágúst 2021 09:00
Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. 18. ágúst 2021 16:00
Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. 23. júní 2021 07:20