Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 11:49 Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu í gærkvöldi. Nýja brúin til vinstri, sú gamla til hægri. Egill Aðalsteinsson Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn: Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn:
Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56
Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30