Golfdagurinn byrjar klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf þegar að annar dagur DS Automobiles Italian Open hefst. Finninn Kalle Samooja, Ástralinn Min Woo Lee og Svíinn Henrik Stenson eru í forystu eftir fyrsta daginn á sjö höggum undir pari.
Klukkan 17:00 hefst útsending frá öðrum degi Tour Championship frá PGA mótaröðinni á Stöð 2 Golf þar sem að Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay er í forystu eftir fyrsta daginn.
Golfdagurinn endar með beinni útsendingu frá setningarathöfn Solheim Cup klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4. Á Solheim Cup mæta tólf efstu konur LPGA listans t+olf efstu konum LET listans í liðakeppni.