Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 11:45 Andstæðingar þungunarrofs mótmæla fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg árið 2018. Þeir fagna nú úrskurði réttarins um að umdeild lög í Texas fái að taka gildi. AP/J. Scott Applewhite Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59