Á erfitt með að hafa samúð með þreyttum læknum Landspítala Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. september 2021 16:43 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir andrúmsloftið á Landspítalanum augljóslega ekki nógu gott. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að eitt stærsta vandamál Landspítalans sé hve illa gangi að halda þar uppi góðri stemmningu. Vandamál spítalans séu mörg þannig vaxin að ekki sé hægt að laga þau með auknu fjármagni einu saman. Kári sér ekki annað en það gangi illa að halda uppi góðu andrúmslofti á vinnustaðnum. „Ég á mjög erfitt með að hafa einhverja samúð með þeim sem tala um að þeir séu orðnir þreyttir út af þessum faraldri,“ segir Kári í viðtali sem birtist í Læknablaðinu í dag. „Vegna þess að þegar maður vinnur þá vinnu sem maður hefur þjálfað sig í að sinna í áratugi, starf sem maður hefur valið sér og allt í einu er þörf fyrir það, þá á að vera gaman. Menn eiga ekki að vera þreyttir,“ segir Kári og vísar síðan til þess þegar Íslensk erfðagreining tók að sér að sjá um að skima fyrir veirunni í byrjun faraldursins. Starfsfólk fyrirtækisins hafi þá ekki kvartað yfir allt of löngum vöktum sjö daga vikunnar. „Menn voru ánægðir. Þeir fengu að taka þátt. Þeir voru hluti af því sem var að gerast,“ segir hann. „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðarfólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því.“ Eiga að vera stoltir af starfi sínu Kári segir það göfugt starf að fá að hlúa að sjúkum og meiddum og það hljóti að vera hægt að búa til ástand á spítalanum þar sem menn geti verið montnir af því að starfa þar. „En eins og stendur vill enginn vinna á Landspítala,“ segir hann. Til að koma hlutum í betra lag á spítalanum þurfi margt að koma til, meðal annars hugarfarsbreyting og meira fé. Einnig verði að ráðast í endurskipulagningu á hlutverki spítalans í samhengi við afganga heilbrigðiskerfisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kári sér ekki annað en það gangi illa að halda uppi góðu andrúmslofti á vinnustaðnum. „Ég á mjög erfitt með að hafa einhverja samúð með þeim sem tala um að þeir séu orðnir þreyttir út af þessum faraldri,“ segir Kári í viðtali sem birtist í Læknablaðinu í dag. „Vegna þess að þegar maður vinnur þá vinnu sem maður hefur þjálfað sig í að sinna í áratugi, starf sem maður hefur valið sér og allt í einu er þörf fyrir það, þá á að vera gaman. Menn eiga ekki að vera þreyttir,“ segir Kári og vísar síðan til þess þegar Íslensk erfðagreining tók að sér að sjá um að skima fyrir veirunni í byrjun faraldursins. Starfsfólk fyrirtækisins hafi þá ekki kvartað yfir allt of löngum vöktum sjö daga vikunnar. „Menn voru ánægðir. Þeir fengu að taka þátt. Þeir voru hluti af því sem var að gerast,“ segir hann. „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðarfólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því.“ Eiga að vera stoltir af starfi sínu Kári segir það göfugt starf að fá að hlúa að sjúkum og meiddum og það hljóti að vera hægt að búa til ástand á spítalanum þar sem menn geti verið montnir af því að starfa þar. „En eins og stendur vill enginn vinna á Landspítala,“ segir hann. Til að koma hlutum í betra lag á spítalanum þurfi margt að koma til, meðal annars hugarfarsbreyting og meira fé. Einnig verði að ráðast í endurskipulagningu á hlutverki spítalans í samhengi við afganga heilbrigðiskerfisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. 9. ágúst 2021 18:32