Aukaþing KSÍ fer fram 2. október Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 18:01 Aukaþing KSÍ fer fram laugardaginn 2. október. KSÍ/ksi.is Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til aukaþings laugardaginn 2. október næst komandi. Þar verður nýr formaður auk nýrrar stjórnar sambandsins kosin. KSÍ hefur verið í brennidepli í vikunni eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns karla í fótbolta. Það gerði Þórhildur síðasta föstudag, degi eftir að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði engin ofbeldismál hafa komið inn á borð sambandsins. Fleiri sögur hafa flogið um ofbeldi landsliðsmanna og sá Guðni sig knúinn til að segja upp síðustu helgi vegna málsins. Þá sagði stjórn KSÍ einnig upp á mánudagskvöld og boðaði til aukaþings til að kjörin yrði ný stjórn. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fór þá í leyfi í fyrradag. KSÍ greindi frá því í dag að aukaþingið fari fram klukkan 11:00 laugardaginn 2. október næst komandi. Aðildarfélög sambandsins geta þar kjörið nýja stjórn og nýjan formann. Ekki liggur fyrir hvar þingið fer fram né með hvaða hætti vegna aðstæðna. Vera má að það fari rafrænt fram sökum kórónuveirufaraldursins. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, munu fylgjast grannt með komandi vikum hjá KSÍ líkt og greint var frá í morgun. Varast þurfi að sambandið verði ekki óstarfshæft með svo víðamiklum breytingum og situr núverandi stjórn fram að aukaþinginu í október svo truflanir verði ekki á starfsemi sambandsins á meðan, þar á meðal framkvæmd landsleikja bæði karla og kvenna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór á fund með stjórn KSÍ í vikunni og sagðist vilja jafna hlut karla og kvenna í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn eru 13 karlar og tvær konur. Strangar reglur eru hins vegar hjá FIFA um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum ríkja. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Tilkynningu KSÍ má lesa í heild að neðan. Aukaþing KSÍ verður haldið í Reykjavík laugardaginn 2. október 2021. Þingið verður sett kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki síðar sama dag. Nánari dagskrá ásamt frekari upplýsingum hefur verið send sambandsaðilum og má einnig sjá hér neðar í greininni. Í ljósi aðstæðna verður tilkynnt um þingstað þegar nær dregur. Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing: Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að halda rafrænt aukaþing ef reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira
KSÍ hefur verið í brennidepli í vikunni eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns karla í fótbolta. Það gerði Þórhildur síðasta föstudag, degi eftir að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, sagði engin ofbeldismál hafa komið inn á borð sambandsins. Fleiri sögur hafa flogið um ofbeldi landsliðsmanna og sá Guðni sig knúinn til að segja upp síðustu helgi vegna málsins. Þá sagði stjórn KSÍ einnig upp á mánudagskvöld og boðaði til aukaþings til að kjörin yrði ný stjórn. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, fór þá í leyfi í fyrradag. KSÍ greindi frá því í dag að aukaþingið fari fram klukkan 11:00 laugardaginn 2. október næst komandi. Aðildarfélög sambandsins geta þar kjörið nýja stjórn og nýjan formann. Ekki liggur fyrir hvar þingið fer fram né með hvaða hætti vegna aðstæðna. Vera má að það fari rafrænt fram sökum kórónuveirufaraldursins. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, munu fylgjast grannt með komandi vikum hjá KSÍ líkt og greint var frá í morgun. Varast þurfi að sambandið verði ekki óstarfshæft með svo víðamiklum breytingum og situr núverandi stjórn fram að aukaþinginu í október svo truflanir verði ekki á starfsemi sambandsins á meðan, þar á meðal framkvæmd landsleikja bæði karla og kvenna. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór á fund með stjórn KSÍ í vikunni og sagðist vilja jafna hlut karla og kvenna í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn eru 13 karlar og tvær konur. Strangar reglur eru hins vegar hjá FIFA um pólitísk afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum ríkja. Nígería, Tjad og Pakistan eru á meðal ríkja sem hafa verið sett í keppnisbann af FIFA vegna afskipta stjórnvalda af knattspyrnusamböndum landanna. Tilkynningu KSÍ má lesa í heild að neðan. Aukaþing KSÍ verður haldið í Reykjavík laugardaginn 2. október 2021. Þingið verður sett kl. 11:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki síðar sama dag. Nánari dagskrá ásamt frekari upplýsingum hefur verið send sambandsaðilum og má einnig sjá hér neðar í greininni. Í ljósi aðstæðna verður tilkynnt um þingstað þegar nær dregur. Fyrirvari um rafrænt knattspyrnuþing: Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að halda rafrænt aukaþing ef reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar ekki áætlaðan heildarfjölda gesta (þingfulltrúar, stjórn, starfsfólk og aðrir) á knattspyrnuþingi.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Sjá meira