Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 11:30 Mourinho reyndi að fá Xhaka til Roma í sumar. Hann hefur nú hvatt hann til að fara í bólusetningu. Glyn Kirk - Pool/Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig. Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti