Örebro og Häcken unnu Íslendingaslagina Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 15:31 Diljá Ýr Zomers spilaði fyrri hálfleikinn með Hacken í dag sem gefur ekkert eftir í titilbaráttunni. Göteborgs Posten/Vísir Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag. Toppliðin tvö í deildinni gefa lítið eftir og þá urðu úrslit dagsins Kristianstad og Hammarby hliðstæð í Evrópubaráttunni. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira