„Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin“ Atli Arason skrifar 4. september 2021 18:05 Hlín Eiríksdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir fagna marki fyrr í sumar. VÍSIR/VILHELM Hin 19 ára Ída Marín Hermannsdóttir átti flottan leik hjá Íslandsmeisturum Vals í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík suður með sjó í dag. Valskonur stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og voru mikið meira með boltann. Ída var þó ekkert of svekkt með niðurstöðuna þar sem að Valur var nú þegar búið að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. „Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira
„Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira