„Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin“ Atli Arason skrifar 4. september 2021 18:05 Hlín Eiríksdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir fagna marki fyrr í sumar. VÍSIR/VILHELM Hin 19 ára Ída Marín Hermannsdóttir átti flottan leik hjá Íslandsmeisturum Vals í 1-1 jafnteflinu gegn Keflavík suður með sjó í dag. Valskonur stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og voru mikið meira með boltann. Ída var þó ekkert of svekkt með niðurstöðuna þar sem að Valur var nú þegar búið að ná markmiðum sínum fyrir tímabilið. „Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
„Við erum Íslandsmeistarar, þannig þetta breytir ekki svo miklu máli fyrir okkur,“ sagði Ída í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en svona er þetta bara. Við áttum ekki besta leikinn og síðan var veðrið ekkert að hjálpa okkur svakalega mikið.“ Ída Marín skoraði klárlega eitt af mörkum tímabilsins strax á þriðju mínútu leiksins þegar boltinn dettur fyrir hana rétt fyrir utan vítateig Keflavíkur og Ída þrumar knettinum upp í hornið fjær. Ída minntist á að veðrið hafi ekki verið það besta en mikill vindur var í Keflavík í dag. Hafði það einhver áhrif á stórglæsilega markið sem hún skoraði í upphafi leiks? „Ég ætla að gefa mér að þetta var bara tæknin. Ég ákvað að skjóta og boltinn flaug í samskeytin. Ég er rosa ánægð með þetta,“ svaraði Ída Marín skælbrosandi. Lokaverkefni Vals í deildinni er leikur gegn Selfossi á Hlíðarenda núna á föstudaginn þar sem Íslandsmeistara titillinn fer á loft. Ída er kokhraust fyrir næsta leik. „Ég get ekki beðið eftir þeim leik. Við ætlum að klára tímabilið með sigri áður en við lyftum bikarnum,“ sagði Ída Marín Hermannsdóttir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira