Óttast að hryðjuverkahópar skjóti aftur rótum í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 07:45 Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, telur líklegt að borgarastyrjöld muni skella á í Afganistan og að hryðjuverkahópar geti notið þá óreiðu til að skjóta þar niður rótum. Talibanar berjast nú við andófsmenn í Panjshir-dal en virðast vera að bera sigur úr býtum. Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Panjshir-dalur er í raun síðasta landsvæðið í Afganistan sem Talibanar stjórna ekki í dag en þeim tókst aldrei að ná þar tökum í stjórnartíð þeirra frá 1996 til 2001. Báðar fylkingar segjast vera að vinna en Talibanar virðast hafa yfirhöndina í átökunum í dalnum, sem er mjög erfiður yfirferðar. Reuters hefur eftir talsmanni Talibana að þeir hafi náð tökum á fjórum af sjö héruðum dalsins. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir sérfræðingum að staða andófsmanna í Panjshir-dalnum sé ekki góð. Forsvarsmenn ítalskra hjálparsamtaka sem reka sjúkrahús í dalnum segja Talibana hafa sótt fram og marga þorpsbúa hafa flúið heimili sín. Andófsmennirnir í Panjshir-dalnum eru leiddir af Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseta Afganistans, og Ahmad Massoud, syni þekkst stríðsherrra sem heitir Ahmad Shah Massoud. Þeir kalla sig National Resistance Front of Afghanistan. Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl.AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Í viðtali við Fox News sem birt var í gær sagði Milley að hann teldi góðar líkur á borgarastyrjöld og óttaðist að hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda og ISIS gætu náð sér á strik á nýjan leik á næstu árum. Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði sömuleiðis við mögulegri borgarastyrjöld í Afganistan fyrr í sumar. Það var þó fyrir yfirtöku Talibana sem átti sér stað mun fyrr en ráðamenn vestanhafs óttuðust. Sjá einnig: Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan árið 2001. Var það í kjölfar árásar al-Qaeda á Tvíburaturnana í New York en hryðjuverkasamtökin nutu stuðnings og skjóls Talibana í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira