Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Færri hafa ekki greinst með veiruna síðan 18. júlí síðastliðinn, þegar ellefu greindust.
Tveir ferðamenn greindust á landamærunum í gær og bíða báðir mótefnamælingar. Annar þeirra var bólusettur en hinn ekki.
Níu eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, og fækkar um einn síðan í gær. Enginn Covid-sjúklingur er á gjörgæslu sem stendur.
Nú eru 687 í einangrun, en þeir voru 756 í gær. Í sóttkví eru 1.463 en voru 1.657 í gær.
Fréttin hefur verið uppfærð.