Sauðfé fækkar og fækkar í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2021 13:30 Sauðfé hefur sjaldan eða aldrei verið eins fátt í landinu og núna en í dag eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði. Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“ Landbúnaður Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“
Landbúnaður Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira