Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og náðu í stig gegn verðandi Íslandsmeisturum Vals þegar að liðin gerðu 1-1 jafntefli. Keflavík styrkti þar með stöðu sína í fallbaráttunni og nægir eitt stig úr lokaleiknum til að halda sæti sínu í deildinni.
Þá tryggði Þróttur R. sér þriðja sæti deildarinnar með 3-2 sigri gegn ÍBV, en öll mörk gærdagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.