Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2021 19:26 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48