Ber engan kala til Klöru eftir umdeilda uppsögn: „Afleiðing af margra ára karlaveldi“ Valur Páll Eiríksson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 6. september 2021 07:00 Gunný Gunnlaugsdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ, segir að uppræta þurfi karllæga menningu innan sambandsins. Hún beri ekki kala til sambandsins vegna uppsagnar sinnar. Vísir/Stöð 2 Gunný Gunnlaugsdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ, var sagt upp störfum hjá sambandinu af Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra þess, árið 2016 þegar hún var gengin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Gunný segist ekki bera kala til Klöru vegna málsins og að hún sé að vinna öflugt starf á vinnustað sem einkennist af karllægri menningu. Gunný starfaði hjá KSÍ árið 2016 þar sem hún kom að málum kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún segist hafa fundið fyrir því í hvað stefndi eftir að hún tilkynnti sambandinu að hún væri ólétt. „Ég vissi það um leið og ég komst að því að ég væri ófrísk að það væri ekki pláss fyrir lítið barn í þessu starfi. Síðan líður tíminn og um leið og það verður opinbert að ég sé ólétt, þá breytist einhvern veginn viðmótið. Ég er tekin strax úr aðalstarfinu mínu, sem var A-landslið kvenna, og ég upplifði svona að ég væri með smitandi sjúkdóm,“ „Ég reyni að vinnuna mína eins vel og ég get en á þessum tíma er ég einhvern veginn orðin rosalega kvíðin. Ég veit í hvað stefnir en samt er ég ekki alveg viss og þegar það kemur að því að mér sé sagt upp, upplifði ég eiginlega bara létti.“ segir Gunný um uppsögnina í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Ekki endilega rétt að öll stjórnin fjúki Mál KSÍ tengt ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér, sem og stjórn sambandsins eftir að mikil pressa var lögð á sambandið vegna slæmrar meðhöndlunar á ofbeldismálum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, fór þá í leyfi vegna málsins. Gunný hefur fylgst náið með málinu en segir ekki endilega vera rétt niðurstaða að öll stjórn sambandsins segi af sér. „Flestir vita kannski ekki alveg hvernig starfið hér innanborðs fer fram. Ég sat á ársþinginu 2019 og mikið af þessu fólki var kosið þá og þetta er mikið af góðu fólki, með mikla reynslu innan knattspyrnuheimsins og þá sérstaklega hérna á Íslandi, og ég sé eftir fullt af þessu fólki. Stjórnin er betri með þau innanborðs heldur en utanborðs,“ segir Gunný. Klippa: Gunný Gunnlaugsdóttir um KSÍ Ber engan kala til Klöru eða KSÍ Þrátt fyrir að hafa verið sagt upp með þeim hætti sem greint er frá segist Gunný ekki bera kala til sambandsins eða til Klöru Bjartmarz. Þvert á móti beri hún mikla virðingu fyrir Klöru fyrir að ná eins langt og hún hefur gert á karlavinnustaðnum sem KSÍ er. Hún kennir karllægri menningu frekar um uppsögnina. „En ég ber ekki kala til KSÍ og ég ber ekki kala til Klöru. Það sem að ég upplifi reiðina gagnvart er bara þessi menningarheimur, þessi karllæga menning sem að við, kynslóð eftir kynslóð, ölumst upp í. Ég upplifi að þessi uppsögn sé afleiðing af þeirri menningu sem að Klara hefur þurft að berjast gegn. Og ég ber alveg ómælda virðingu fyrir Klöru sem karakter og bara sem konu í þessari starfstétt,“ segir Gunný um Klöru og bætir við: „Það ætlar enginn að segja mér að hún hafi bara valsað hér inn og ekkert þurft að hafa fyrir þessu. Eins og hún segir sjálf er hún búin að vera hérna í 27 ár. Ég veit ekkert hlutirnir voru fyrir 27 árum síðan en ég veit bara að í dag, árið 2021, þá er rosalega margt búið að breytast. Ég dáist af því hvert hún hefur komist og fyrir mér er þetta bara afleiðing af margra ára karlaveldi.“ Gengur ekki að leita að einum blóraböggli Gunný segir þetta því orsakast af menningunni innan sambandsins sem hún tengir við þau mál sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Hún segir ekki líklegt til árangurs að ráðast á staka einstaklinga vegna málsins, þar sem vandamálið sé stærra en svo. „Ef ég blanda þessu aðeins inn í umræðuna sem er í gangi þessa dagana - mér leiðist svolítið þessi heygaflastemning. Það er alltaf verið að leita að einhverjum einum blóraböggli. Það er núna verið að ráðast á stelpurnar sem komu opinberlega fram um Kolbein [Sigþórsson, landsliðsmann] og þessi barátta á bara ekki að snúast um eina og eina persónu,“ „Þá er bara verið að ráðast á eina persónu og síðan kemur hin fylkingin og ræðst til baka og málsstaðurinn svolítið gleymist. Ég held við séum öll sammála um það að við séum dauðleið á því að verða fyrir ofbeldi. Þá tala ég bara fyrir mig sem konu, þetta á ekki að vera svona. Eitthvað þarf að breytast en við breytum engu með því að ráðast hvert á annað,“ segir Gunný. Hún segir að uppræta þurfi þessa karllægu menningu, ekki bara innan KSÍ heldur víðar í samfélaginu. Flestir séu sammála um hvert markmiðið sé, sem sé að konur upplifi sig öruggari. „Það er líka bara held ég það sem þarf að gerast hér innanborðs, og ábyggilega innan fleiri fyrirtækja, að stjórnsýslan þarf svolítið að breytast.“ „Við getum öll farið að keppast um sögur, hver á bestu söguna. En ég held að í heildina litið erum við öll að reyna að komast á sama stað, að maður upplifi sig öruggan, á vinnustað, á heimili og úti í samfélaginu.“ segir Gunný. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni. 4. september 2021 14:00 Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Íþróttahreyfingin geti gert töluvert betur en vandamálið samfélagslegt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að íþróttahreyfingin geti gert mun betur þegar kemur að menntun ungs íþróttafólks. Hann vonar að lærdómur verði dreginn af máli KSÍ og þá varar hann við því að allt íþróttafólk sé sett undir hatt ofbeldismenningar. 2. september 2021 07:01 Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. 2. september 2021 10:00 Stjórn KSÍ þarf að sitja fram í október en UEFA og FIFA fylgjast grannt með Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) fylgjast náið með stöðu mála hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Alþjóðlegu samböndin hafa sem stendur ekki í hyggju að taka yfir stjórn KSÍ. 3. september 2021 11:01 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Gunný starfaði hjá KSÍ árið 2016 þar sem hún kom að málum kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún segist hafa fundið fyrir því í hvað stefndi eftir að hún tilkynnti sambandinu að hún væri ólétt. „Ég vissi það um leið og ég komst að því að ég væri ófrísk að það væri ekki pláss fyrir lítið barn í þessu starfi. Síðan líður tíminn og um leið og það verður opinbert að ég sé ólétt, þá breytist einhvern veginn viðmótið. Ég er tekin strax úr aðalstarfinu mínu, sem var A-landslið kvenna, og ég upplifði svona að ég væri með smitandi sjúkdóm,“ „Ég reyni að vinnuna mína eins vel og ég get en á þessum tíma er ég einhvern veginn orðin rosalega kvíðin. Ég veit í hvað stefnir en samt er ég ekki alveg viss og þegar það kemur að því að mér sé sagt upp, upplifði ég eiginlega bara létti.“ segir Gunný um uppsögnina í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Ekki endilega rétt að öll stjórnin fjúki Mál KSÍ tengt ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér, sem og stjórn sambandsins eftir að mikil pressa var lögð á sambandið vegna slæmrar meðhöndlunar á ofbeldismálum. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, fór þá í leyfi vegna málsins. Gunný hefur fylgst náið með málinu en segir ekki endilega vera rétt niðurstaða að öll stjórn sambandsins segi af sér. „Flestir vita kannski ekki alveg hvernig starfið hér innanborðs fer fram. Ég sat á ársþinginu 2019 og mikið af þessu fólki var kosið þá og þetta er mikið af góðu fólki, með mikla reynslu innan knattspyrnuheimsins og þá sérstaklega hérna á Íslandi, og ég sé eftir fullt af þessu fólki. Stjórnin er betri með þau innanborðs heldur en utanborðs,“ segir Gunný. Klippa: Gunný Gunnlaugsdóttir um KSÍ Ber engan kala til Klöru eða KSÍ Þrátt fyrir að hafa verið sagt upp með þeim hætti sem greint er frá segist Gunný ekki bera kala til sambandsins eða til Klöru Bjartmarz. Þvert á móti beri hún mikla virðingu fyrir Klöru fyrir að ná eins langt og hún hefur gert á karlavinnustaðnum sem KSÍ er. Hún kennir karllægri menningu frekar um uppsögnina. „En ég ber ekki kala til KSÍ og ég ber ekki kala til Klöru. Það sem að ég upplifi reiðina gagnvart er bara þessi menningarheimur, þessi karllæga menning sem að við, kynslóð eftir kynslóð, ölumst upp í. Ég upplifi að þessi uppsögn sé afleiðing af þeirri menningu sem að Klara hefur þurft að berjast gegn. Og ég ber alveg ómælda virðingu fyrir Klöru sem karakter og bara sem konu í þessari starfstétt,“ segir Gunný um Klöru og bætir við: „Það ætlar enginn að segja mér að hún hafi bara valsað hér inn og ekkert þurft að hafa fyrir þessu. Eins og hún segir sjálf er hún búin að vera hérna í 27 ár. Ég veit ekkert hlutirnir voru fyrir 27 árum síðan en ég veit bara að í dag, árið 2021, þá er rosalega margt búið að breytast. Ég dáist af því hvert hún hefur komist og fyrir mér er þetta bara afleiðing af margra ára karlaveldi.“ Gengur ekki að leita að einum blóraböggli Gunný segir þetta því orsakast af menningunni innan sambandsins sem hún tengir við þau mál sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Hún segir ekki líklegt til árangurs að ráðast á staka einstaklinga vegna málsins, þar sem vandamálið sé stærra en svo. „Ef ég blanda þessu aðeins inn í umræðuna sem er í gangi þessa dagana - mér leiðist svolítið þessi heygaflastemning. Það er alltaf verið að leita að einhverjum einum blóraböggli. Það er núna verið að ráðast á stelpurnar sem komu opinberlega fram um Kolbein [Sigþórsson, landsliðsmann] og þessi barátta á bara ekki að snúast um eina og eina persónu,“ „Þá er bara verið að ráðast á eina persónu og síðan kemur hin fylkingin og ræðst til baka og málsstaðurinn svolítið gleymist. Ég held við séum öll sammála um það að við séum dauðleið á því að verða fyrir ofbeldi. Þá tala ég bara fyrir mig sem konu, þetta á ekki að vera svona. Eitthvað þarf að breytast en við breytum engu með því að ráðast hvert á annað,“ segir Gunný. Hún segir að uppræta þurfi þessa karllægu menningu, ekki bara innan KSÍ heldur víðar í samfélaginu. Flestir séu sammála um hvert markmiðið sé, sem sé að konur upplifi sig öruggari. „Það er líka bara held ég það sem þarf að gerast hér innanborðs, og ábyggilega innan fleiri fyrirtækja, að stjórnsýslan þarf svolítið að breytast.“ „Við getum öll farið að keppast um sögur, hver á bestu söguna. En ég held að í heildina litið erum við öll að reyna að komast á sama stað, að maður upplifi sig öruggan, á vinnustað, á heimili og úti í samfélaginu.“ segir Gunný. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni. 4. september 2021 14:00 Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Íþróttahreyfingin geti gert töluvert betur en vandamálið samfélagslegt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að íþróttahreyfingin geti gert mun betur þegar kemur að menntun ungs íþróttafólks. Hann vonar að lærdómur verði dreginn af máli KSÍ og þá varar hann við því að allt íþróttafólk sé sett undir hatt ofbeldismenningar. 2. september 2021 07:01 Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. 2. september 2021 10:00 Stjórn KSÍ þarf að sitja fram í október en UEFA og FIFA fylgjast grannt með Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) fylgjast náið með stöðu mála hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Alþjóðlegu samböndin hafa sem stendur ekki í hyggju að taka yfir stjórn KSÍ. 3. september 2021 11:01 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Ómögulegt að ætla að hringja og biðja um leyfi Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í dag. Hann kallar eftir skýrum ramma um hverja megi velja í landsliðið í kjölfar þess að stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson úr hópi liðsins fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni. 4. september 2021 14:00
Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48
Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00
Íþróttahreyfingin geti gert töluvert betur en vandamálið samfélagslegt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að íþróttahreyfingin geti gert mun betur þegar kemur að menntun ungs íþróttafólks. Hann vonar að lærdómur verði dreginn af máli KSÍ og þá varar hann við því að allt íþróttafólk sé sett undir hatt ofbeldismenningar. 2. september 2021 07:01
Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. 2. september 2021 10:00
Stjórn KSÍ þarf að sitja fram í október en UEFA og FIFA fylgjast grannt með Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) fylgjast náið með stöðu mála hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Alþjóðlegu samböndin hafa sem stendur ekki í hyggju að taka yfir stjórn KSÍ. 3. september 2021 11:01
Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti