Björguðu týndum þriggja ára dreng eftir fjóra daga í skóginum Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2021 08:24 Lögregla í ríkinu birti í morgun myndband úr þyrlunni þar sem má sjá augnablikið þar sem drengurinn fannst. Lögregla í NSW Þriggja ára drengur sem týndist í skógi í Ástralíu fyrir fjórum dögum fannst heill á húfi í morgun eftir umfangsmikla leit. Björgunarlið í þyrlum tóku eftir drengnum, Anthony „AJ“ Elfalak, í morgun þar sem hann var að fá sér vatn að drekka úr læk á landi fjölskyldu sinnar í sveitum Nýju-Suður Wales. Í frétt BBC segir að síðast hafi sést til drengsins, sem sé einhverfur og tali ekki, á föstudaginn. Hafi fjölskylda hans óttast að honum hafi verið rænt. Björgunarlið fann hins vegar drenginn við lækjarbakka inni í skógi um hálfum kílómetra frá heimili drengsins í bænum Putty í norðurhluta ríkisins. Lögregla í ríkinu birti í morgun myndband úr þyrlunni þar sem má sjá augnablikið þar sem drengurinn fannst. A three-year-old child missing on a rural property in the Hunter region since Friday has been located following a large-scale search.https://t.co/VrlVwL4sYW pic.twitter.com/byOXFCiD1j— NSW Police Force (@nswpolice) September 6, 2021 Talsmaður yfirvalda segir drengurinn hafi verið blautur, sem skrámur á fæti en annars verið heill heilsu. Um hundrað manns tóku þátt í leitinni og segir faðir drengsins það vera „kraftaverk“ að hann hafi fundist. „Hann hefur verið bitinn af maurum og hrasaði en hann er á lífi. Hann er á lífi,“ sagði faðirinn Anthony Elfalak í samtali við fjölmiðla. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu sagðist í tíst vera feginn að heyra að drengurinn væri fundinn heill á húfi. Thank goodness. What a relief. I can t imagine how traumatic this experience has been for AJ and his parents. Glad to hear he s safe. Thanks to all at @nswpolice and our paramedics. https://t.co/pIL91J27Cc— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) September 6, 2021 Ástralía Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Björgunarlið í þyrlum tóku eftir drengnum, Anthony „AJ“ Elfalak, í morgun þar sem hann var að fá sér vatn að drekka úr læk á landi fjölskyldu sinnar í sveitum Nýju-Suður Wales. Í frétt BBC segir að síðast hafi sést til drengsins, sem sé einhverfur og tali ekki, á föstudaginn. Hafi fjölskylda hans óttast að honum hafi verið rænt. Björgunarlið fann hins vegar drenginn við lækjarbakka inni í skógi um hálfum kílómetra frá heimili drengsins í bænum Putty í norðurhluta ríkisins. Lögregla í ríkinu birti í morgun myndband úr þyrlunni þar sem má sjá augnablikið þar sem drengurinn fannst. A three-year-old child missing on a rural property in the Hunter region since Friday has been located following a large-scale search.https://t.co/VrlVwL4sYW pic.twitter.com/byOXFCiD1j— NSW Police Force (@nswpolice) September 6, 2021 Talsmaður yfirvalda segir drengurinn hafi verið blautur, sem skrámur á fæti en annars verið heill heilsu. Um hundrað manns tóku þátt í leitinni og segir faðir drengsins það vera „kraftaverk“ að hann hafi fundist. „Hann hefur verið bitinn af maurum og hrasaði en hann er á lífi. Hann er á lífi,“ sagði faðirinn Anthony Elfalak í samtali við fjölmiðla. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu sagðist í tíst vera feginn að heyra að drengurinn væri fundinn heill á húfi. Thank goodness. What a relief. I can t imagine how traumatic this experience has been for AJ and his parents. Glad to hear he s safe. Thanks to all at @nswpolice and our paramedics. https://t.co/pIL91J27Cc— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) September 6, 2021
Ástralía Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira