Þórólfur telur hægt að skoða tilslakanir en sér ekki fyrir víðtækar afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 12:09 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir á samkomubanni jafnvel þó harðar takmarkanir séu í gildi á landamærunum. Bylgjan er enn á niðurleið og enginn er á gjörgæslu. Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira