Þórólfur telur hægt að skoða tilslakanir en sér ekki fyrir víðtækar afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 12:09 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir á samkomubanni jafnvel þó harðar takmarkanir séu í gildi á landamærunum. Bylgjan er enn á niðurleið og enginn er á gjörgæslu. Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira