Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2021 12:23 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson vega ómaklega að starfsfólki spítalans. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar. Kári sagði í viðtali við Læknablaðið á föstudag að eitt stærsta vandamál Landspítalans væri hve illa gengi að halda þar uppi góðri stemmningu. Fólk ætti ekki að vera þreytt „Ég á mjög erfitt með að hafa einhverja samúð með þeim sem tala um að þeir séu orðnir þreyttir út af þessum faraldri,“ sagði Kári. „Vegna þess að þegar maður vinnur þá vinnu sem maður hefur þjálfað sig í að sinna í áratugi, starf sem maður hefur valið sér og allt í einu er þörf fyrir það, þá á að vera gaman. Menn eiga ekki að vera þreyttir,“ sagði Kári og vísaði síðan til þess þegar Íslensk erfðagreining tók að sér að sjá um að skima fyrir veirunni í byrjun faraldursins. Starfsfólk fyrirtækisins hafi þá ekki kvartað yfir allt of löngum vöktum sjö daga vikunnar. „Menn voru ánægðir. Þeir fengu að taka þátt. Þeir voru hluti af því sem var að gerast,“ segir hann. Sagði hann engan vilja vinna á spítalanum eins og málin standi. Hugarfarsbreytingu þyrfti á spítalanum og aukið fé. Líkir Kára við berserk „Heggur sá er hlífa skyldi!“ er titill greinarinnar sem Páll skrifar á Vísi í dag. Þar nefnir Páll berserki og að gott sé að hafa þá með sér í liði. Þeir eigi það hins vegar til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í ákafa sínum. Þannig hafi Kári rætt vanda Landspítalans af kappi umfram forsjá. Starfsfólk spítalans sé vissulega margt örþreytt og þar sé yfirgnæfandi meirihluti konur sem beri hitann og þungan af mörgum öðrum grunnþáttum þjóðfélagsins. Heilbrigðisstarfsfólk að störfum á gjörgæsludeild Landspítalans.Vísir/Einar Árna „Landspítali getur ekki ákveðið hvenær hann tekur þátt í viðbragði heimsfaraldurs, það er hans skylda, alltaf, já alltaf. Ef það er ekki ný COVID-19 bylgja að kljást við, þá er starfsfólk spítalans í kapphlaupi til að vinna niður biðlista sjúklinga sem hafa lengst í nýjustu bylgjunni. Það er ekkert skjól.“ Skylda lækna að tjá sig Þá nefnir Páll þá hættu starfsfólks að verða ákært fyrir mistök í starfi. Hann nefnir engin dæmi en nýlega sætti hjúkrunarfræðingur á spítalanum gæsluvarðhaldi vegna andláts sjúklings á geðdeild spítalans. Hjúkrunarfræðingurinn hefur síðan verið látinn laus eftir að Landsréttur hafnaði kröfu lögreglu um varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um stöðu mála á spítalanum.Vísir Þá minnir Páll Kára á skyldu lækna samkvæmt siðareglum að láta vita ef þeir fá vitneskju um aðstæður sem þeir telja faglega óviðunandi. Hann upplifi ekki að læknar séu ósamstæðir og sérgæslumenn eins og Kári nefni í grein sinni. Vísar Kári þar til þess að fjölmargir læknar hafa tjáð sig opinberlega um vandamál á Landspítalanum. „Auk þess er skiljanlegt að fagfólk vilji leggja sitt lóð á vogarskálar þegar því finnst hægt ganga að efla vitund stjórnmálamanna. Auðvitað er sjálfsagt að leiðrétta staðreyndavillur í málflutningi ef þær koma fram, en mikilvægt hlutverk fagfólks, lækna sem annarra, er að láta vita af öryggisógnum. Spítalinn er að bæta upplýsingagjöf til þess að jafnt starfsfólk sem aðrir geti tekið þátt í umræðu um heilbrigðismál á grunni réttra upplýsinga.“ Þurfa áfram að hlaupa hraðar Páll deilir sýn Kára um skort á fé til spítalans og rekur í grein sinni það sem Páll lýsir sem langvarandi undirfjármögnun sem leiði til skorts á fagfólki en einnig skorti á klínísku stoðstarfsfólki. „Kári segir fólk ekki vilja vinna á Landspítala. Það er ekki okkar reynsla. Vandinn er sá að fjármagn skortir til að bjóða upp á þær stöður sem þarf til að sinna verkefnunum sem við blasa.“ Miklar framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut.vísir/vilhelm Páll segir starfsfólks spítalans munu þurfa að hlaupa hraðar og bæta á sig aukavöktum þar til stjórnvöld stórbæti fjármögnun til spítalans. „Starfsfólk Landspítala er ekki huglaust, ekki verkkvíðið, ekki óskipulagt. Nei, en starfsfólkið er örþreytt og orðið langeygt eftir þeirri uppbyggingu sem er þó vissulega í bígerð – og veit líka að það þarf meira til en stjórnmálamenn hafa viðurkennt, bæði til Landspítala, til annarra heilbrigðisstofnana og til hjúkrunarþjónustu aldraðra, ef einhver veruleg von á að vera um að betur fari en horfir,“ segir Páll. Hvetur Kára til afsökunarbeiðni „Þegar fólk sér að brestir eru í þjónustunni og að mikið skortir upp á fjármögnun verkefna þá hrópar það í örvæntingu sinni – það eru ekki „mistök í félagsstörfum“, „hagsmunagæsla“ eða skortur á að „hafa gaman“. Það er fagfólk að sinna skyldu sinni. Þegar heim er komið fær starfsfólkið síðan ekki einu sinni frí, fyrir sjálfskipuðum sérfræðingum sem telja það vænlegast til árangurs að hæða það og tugta. Á ensku er þessari stjórnunaraðferð stundum lýst með frasanum; „Beatings will continue until morale improves“ og rann sitt skeið á enda á tímum Charles Dickens!“ bætir Páll við. Kári við lyklaborðið.Vísir/Vilhelm Kári vegi ómaklega að starfsfólki spítalans sem með eigin svita og tárum reyni að bæta fyrir sveltistefnu síðustu áratuga. „Ég trúi því eiginlega ekki að það hafi verið ætlun Kára að gera það, vitandi hvernig hjarta hans slær. Hann væri maður að meiri að biðja starfsfólkið afsökunar, starfsfólk sem er hetjur þessa samfélags. Gleymum því ekki að heilbrigðiskerfið er þrátt fyrir allt búið að lyfta grettistaki og að heilbrigðisþjónusta á Íslandi er um margt framúrskarandi – þar gegnir starfsfólk Landspítala lykilhlutverki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Kári sagði í viðtali við Læknablaðið á föstudag að eitt stærsta vandamál Landspítalans væri hve illa gengi að halda þar uppi góðri stemmningu. Fólk ætti ekki að vera þreytt „Ég á mjög erfitt með að hafa einhverja samúð með þeim sem tala um að þeir séu orðnir þreyttir út af þessum faraldri,“ sagði Kári. „Vegna þess að þegar maður vinnur þá vinnu sem maður hefur þjálfað sig í að sinna í áratugi, starf sem maður hefur valið sér og allt í einu er þörf fyrir það, þá á að vera gaman. Menn eiga ekki að vera þreyttir,“ sagði Kári og vísaði síðan til þess þegar Íslensk erfðagreining tók að sér að sjá um að skima fyrir veirunni í byrjun faraldursins. Starfsfólk fyrirtækisins hafi þá ekki kvartað yfir allt of löngum vöktum sjö daga vikunnar. „Menn voru ánægðir. Þeir fengu að taka þátt. Þeir voru hluti af því sem var að gerast,“ segir hann. Sagði hann engan vilja vinna á spítalanum eins og málin standi. Hugarfarsbreytingu þyrfti á spítalanum og aukið fé. Líkir Kára við berserk „Heggur sá er hlífa skyldi!“ er titill greinarinnar sem Páll skrifar á Vísi í dag. Þar nefnir Páll berserki og að gott sé að hafa þá með sér í liði. Þeir eigi það hins vegar til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í ákafa sínum. Þannig hafi Kári rætt vanda Landspítalans af kappi umfram forsjá. Starfsfólk spítalans sé vissulega margt örþreytt og þar sé yfirgnæfandi meirihluti konur sem beri hitann og þungan af mörgum öðrum grunnþáttum þjóðfélagsins. Heilbrigðisstarfsfólk að störfum á gjörgæsludeild Landspítalans.Vísir/Einar Árna „Landspítali getur ekki ákveðið hvenær hann tekur þátt í viðbragði heimsfaraldurs, það er hans skylda, alltaf, já alltaf. Ef það er ekki ný COVID-19 bylgja að kljást við, þá er starfsfólk spítalans í kapphlaupi til að vinna niður biðlista sjúklinga sem hafa lengst í nýjustu bylgjunni. Það er ekkert skjól.“ Skylda lækna að tjá sig Þá nefnir Páll þá hættu starfsfólks að verða ákært fyrir mistök í starfi. Hann nefnir engin dæmi en nýlega sætti hjúkrunarfræðingur á spítalanum gæsluvarðhaldi vegna andláts sjúklings á geðdeild spítalans. Hjúkrunarfræðingurinn hefur síðan verið látinn laus eftir að Landsréttur hafnaði kröfu lögreglu um varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um stöðu mála á spítalanum.Vísir Þá minnir Páll Kára á skyldu lækna samkvæmt siðareglum að láta vita ef þeir fá vitneskju um aðstæður sem þeir telja faglega óviðunandi. Hann upplifi ekki að læknar séu ósamstæðir og sérgæslumenn eins og Kári nefni í grein sinni. Vísar Kári þar til þess að fjölmargir læknar hafa tjáð sig opinberlega um vandamál á Landspítalanum. „Auk þess er skiljanlegt að fagfólk vilji leggja sitt lóð á vogarskálar þegar því finnst hægt ganga að efla vitund stjórnmálamanna. Auðvitað er sjálfsagt að leiðrétta staðreyndavillur í málflutningi ef þær koma fram, en mikilvægt hlutverk fagfólks, lækna sem annarra, er að láta vita af öryggisógnum. Spítalinn er að bæta upplýsingagjöf til þess að jafnt starfsfólk sem aðrir geti tekið þátt í umræðu um heilbrigðismál á grunni réttra upplýsinga.“ Þurfa áfram að hlaupa hraðar Páll deilir sýn Kára um skort á fé til spítalans og rekur í grein sinni það sem Páll lýsir sem langvarandi undirfjármögnun sem leiði til skorts á fagfólki en einnig skorti á klínísku stoðstarfsfólki. „Kári segir fólk ekki vilja vinna á Landspítala. Það er ekki okkar reynsla. Vandinn er sá að fjármagn skortir til að bjóða upp á þær stöður sem þarf til að sinna verkefnunum sem við blasa.“ Miklar framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut.vísir/vilhelm Páll segir starfsfólks spítalans munu þurfa að hlaupa hraðar og bæta á sig aukavöktum þar til stjórnvöld stórbæti fjármögnun til spítalans. „Starfsfólk Landspítala er ekki huglaust, ekki verkkvíðið, ekki óskipulagt. Nei, en starfsfólkið er örþreytt og orðið langeygt eftir þeirri uppbyggingu sem er þó vissulega í bígerð – og veit líka að það þarf meira til en stjórnmálamenn hafa viðurkennt, bæði til Landspítala, til annarra heilbrigðisstofnana og til hjúkrunarþjónustu aldraðra, ef einhver veruleg von á að vera um að betur fari en horfir,“ segir Páll. Hvetur Kára til afsökunarbeiðni „Þegar fólk sér að brestir eru í þjónustunni og að mikið skortir upp á fjármögnun verkefna þá hrópar það í örvæntingu sinni – það eru ekki „mistök í félagsstörfum“, „hagsmunagæsla“ eða skortur á að „hafa gaman“. Það er fagfólk að sinna skyldu sinni. Þegar heim er komið fær starfsfólkið síðan ekki einu sinni frí, fyrir sjálfskipuðum sérfræðingum sem telja það vænlegast til árangurs að hæða það og tugta. Á ensku er þessari stjórnunaraðferð stundum lýst með frasanum; „Beatings will continue until morale improves“ og rann sitt skeið á enda á tímum Charles Dickens!“ bætir Páll við. Kári við lyklaborðið.Vísir/Vilhelm Kári vegi ómaklega að starfsfólki spítalans sem með eigin svita og tárum reyni að bæta fyrir sveltistefnu síðustu áratuga. „Ég trúi því eiginlega ekki að það hafi verið ætlun Kára að gera það, vitandi hvernig hjarta hans slær. Hann væri maður að meiri að biðja starfsfólkið afsökunar, starfsfólk sem er hetjur þessa samfélags. Gleymum því ekki að heilbrigðiskerfið er þrátt fyrir allt búið að lyfta grettistaki og að heilbrigðisþjónusta á Íslandi er um margt framúrskarandi – þar gegnir starfsfólk Landspítala lykilhlutverki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira