Þorsteinn um Amöndu: „Markmiðið með að velja hana er að hún spili fyrir Ísland“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2021 19:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir markmið liðsins vera að komast á HM. Mynd/skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kynnti í dag hópinn sem mætir Hollendingum þann 21. september. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2023 og Þorsteinn segir að búast megi við krefjandi leik. „Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30