Segist ekki taka sálina hjá neinum en hann mun taka lappirnar undan þér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 08:00 Novak Djokovic mun þreyta þig þangað til þú getur ekki lengur staðið í lappirnar. Matthew Stockman/Getty Images Novak Djokovic er komin í átta manna úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Jenson Brooksby. Hann var í skemmtilegu viðtali eftir leik. Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021 Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021
Tennis Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira