Hvers vegna ekki Vinstri-græn? Þór Saari skrifar 7. september 2021 12:00 Virðist það ekki alveg augljóst, myndu víst margir spyrja sig þegar þeir lesa þennan titil. Fyrir mörg okkar og að ég held flesta landsmenn, er það svo. Það er líklega leitun að stjórnmálaflokki í íslenskri stjórnmálasögu sem hefur svikið bakland sitt, og öll, já öll, sín kosningaloforð, sem og svikið þjóðina um einhvern vott af hugmyndum um heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Allt á örfáum árum. Þessi kúvending Vinstri- grænna er þó ekkert nýtt og það hefur sýnt sig að þau, eins og aðrir hefðbundnir stjórnmálaflokkar, Fjórflokkurinn einu nafni, gefa lítið fyrir heiðarleika, hagsmuni almennings og náttúru, þegar hægt í staðinn að fá að verma ráðherrastóla. Þetta sýndi sig skýrt í afstöðu fyrri formanns flokksins þegar allt lýðræðis- og gegnsæistal varð að aukaatriði í meðförum flokksins á fjölmörgum málum í kjölfar Hrunsins og, það sem fáir áttu von á, allt tal flokksins um umhverfis- og náttúruvernd varð hjóm eitt. Þáverandi formaður flokksins ásamt núverandi formanni, gengu hart fram og fengu þar til liðs við sig oddvita annarra flokka í kjördæmi sínu, til að knýja það í gegn að reist yrði gríðarlega mengandi stóriðjuver á Bakka við Húsavík. Stóriðja sem brennir 60.000 tonnum af kolum og 120.000 tonnum af timbri árlega á fullum afköstum og mengar eftir því. Auk þess lagði flokkurinn til að ómetanlegt náttúrundur, hverasvæðið við Þeistareyki, yrði undir í þeirri vegferð svo öll sú gríðarlega fallega náttúra þar er nú horfin, og endurheimtist aldrei. Með þetta veganesti fór flokkurinn í síðustu kosningar og hélt því meira að segja fram hreint út að það væru ill öfl og rógburður sem bendluðu flokkinn við hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum þeim kosningum. Vinstri-grænum stóð svo til boða að standa við hugsjónir sínar með annars konar stjórnarmynstri en á endanum varð til, en kaus það ekki og ákvað öllum að óvörum að verða fylgitungl Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Fylgitungl vegna þess að þótt formaður flokksins sé að nafninu til forsætisráðherra, er öllum það ljóst að í því „samstarfi“ ræður Sjálfstæðisflokkurinn öllu því sem hann vill ráða. Bjarmalandsför flokksins með tvö helstu hugðarefni sín úr sjálfum stjórnarsáttmálanum, Miðhálendisþjóðgarð og Rammaáætlun, sem var hreinlega hafnað af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks án nokkurra áhrifa á vilja formanns Vinstri-grænna til að viðhalda sömu ríkisstjórn eftir komandi kosningar, sýnir svo ekki sé um villst að meint „stefna“ flokksins í umhverfis- og náttúruverndarmálum er blekkingin ein. Það hefur svo sýnt sig undanfarin fjögur ár, að núverandi formaður flokksins kemur fyrir sem einhver mesta óheilindamanneskja íslenskra stjórnmála fyrr og síðar, þegar hún gengur fram fyrir skjöldu og ver hvað eftir annað nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins í efnahags- samfélags- og ríkisfjármálum. Hún fer fyrir ríkisstjórn sem hefur skrúfað frá stóra krananum sem dælir skattfé almennings til stórfyrirtækja, hverra eigendur eru nýverið búnir að greiða sjálfum sér út milljarða í arð. Vinstri-græn fara líka fyrir ríkisstjórn sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra sem var í miðju kafi að rannsaka peningaþvættis- og skattskjólsgögn úr gögnum sem var lekið, og Vinstri-græn fara fyrir ríkisstjórn sem hefur hafnað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Vinstri-græn hafa því í orði sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari, hafnað umhverfis- og náttúruvernd sem mikilvægum málum, og hafnað því algerlega að heiðarleiki eigi eitthvert erindi í stjórnmál. Flokkurinn er skaðræði í íslenskri stjórnmálaflóru og fylgjendur hans ættu svo sannarlega ekki að hika við að segja skilið við flokkinn. Það hefur lengi verið lenska hér á landi að formenn flokka segjast ganga „óbundnir til kosninga“ eins og sagt er, sem er þó bara annað orðalag yfir það að ætla sér ráðherrastól sama hvað. Formaður Vinstri-grænna hefur þó brotið blað í stjórnmálasögunni og sjálf hvatt til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs, það er, að ganga bundin til kosninga með Sjálfstæðisflokknum. Það er því eitt sem er algerlega augljóst í komandi kosningum. Atkvæði greitt Vinstri-grænum, er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Þór Saari Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Virðist það ekki alveg augljóst, myndu víst margir spyrja sig þegar þeir lesa þennan titil. Fyrir mörg okkar og að ég held flesta landsmenn, er það svo. Það er líklega leitun að stjórnmálaflokki í íslenskri stjórnmálasögu sem hefur svikið bakland sitt, og öll, já öll, sín kosningaloforð, sem og svikið þjóðina um einhvern vott af hugmyndum um heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Allt á örfáum árum. Þessi kúvending Vinstri- grænna er þó ekkert nýtt og það hefur sýnt sig að þau, eins og aðrir hefðbundnir stjórnmálaflokkar, Fjórflokkurinn einu nafni, gefa lítið fyrir heiðarleika, hagsmuni almennings og náttúru, þegar hægt í staðinn að fá að verma ráðherrastóla. Þetta sýndi sig skýrt í afstöðu fyrri formanns flokksins þegar allt lýðræðis- og gegnsæistal varð að aukaatriði í meðförum flokksins á fjölmörgum málum í kjölfar Hrunsins og, það sem fáir áttu von á, allt tal flokksins um umhverfis- og náttúruvernd varð hjóm eitt. Þáverandi formaður flokksins ásamt núverandi formanni, gengu hart fram og fengu þar til liðs við sig oddvita annarra flokka í kjördæmi sínu, til að knýja það í gegn að reist yrði gríðarlega mengandi stóriðjuver á Bakka við Húsavík. Stóriðja sem brennir 60.000 tonnum af kolum og 120.000 tonnum af timbri árlega á fullum afköstum og mengar eftir því. Auk þess lagði flokkurinn til að ómetanlegt náttúrundur, hverasvæðið við Þeistareyki, yrði undir í þeirri vegferð svo öll sú gríðarlega fallega náttúra þar er nú horfin, og endurheimtist aldrei. Með þetta veganesti fór flokkurinn í síðustu kosningar og hélt því meira að segja fram hreint út að það væru ill öfl og rógburður sem bendluðu flokkinn við hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum þeim kosningum. Vinstri-grænum stóð svo til boða að standa við hugsjónir sínar með annars konar stjórnarmynstri en á endanum varð til, en kaus það ekki og ákvað öllum að óvörum að verða fylgitungl Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Fylgitungl vegna þess að þótt formaður flokksins sé að nafninu til forsætisráðherra, er öllum það ljóst að í því „samstarfi“ ræður Sjálfstæðisflokkurinn öllu því sem hann vill ráða. Bjarmalandsför flokksins með tvö helstu hugðarefni sín úr sjálfum stjórnarsáttmálanum, Miðhálendisþjóðgarð og Rammaáætlun, sem var hreinlega hafnað af hálfu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks án nokkurra áhrifa á vilja formanns Vinstri-grænna til að viðhalda sömu ríkisstjórn eftir komandi kosningar, sýnir svo ekki sé um villst að meint „stefna“ flokksins í umhverfis- og náttúruverndarmálum er blekkingin ein. Það hefur svo sýnt sig undanfarin fjögur ár, að núverandi formaður flokksins kemur fyrir sem einhver mesta óheilindamanneskja íslenskra stjórnmála fyrr og síðar, þegar hún gengur fram fyrir skjöldu og ver hvað eftir annað nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins í efnahags- samfélags- og ríkisfjármálum. Hún fer fyrir ríkisstjórn sem hefur skrúfað frá stóra krananum sem dælir skattfé almennings til stórfyrirtækja, hverra eigendur eru nýverið búnir að greiða sjálfum sér út milljarða í arð. Vinstri-græn fara líka fyrir ríkisstjórn sem lagði niður embætti skattrannsóknarstjóra sem var í miðju kafi að rannsaka peningaþvættis- og skattskjólsgögn úr gögnum sem var lekið, og Vinstri-græn fara fyrir ríkisstjórn sem hefur hafnað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, niðurstöðu sem var svo afgerandi að yfir tveir þriðju hlutar kjósenda studdu málið. Slík afstaða til lýðræðis og slíkar aðgerðir til að koma í veg fyrir framgang þess, eru ekkert annað en gróf aðför að lýðræðislegu stjórnarfari, valdarán, sem í öllum nágrannalöndum okkar væri meðhöndlað sem slíkt. Vinstri-græn hafa því í orði sem á borði, hafnað lýðræði sem stjórnarfari, hafnað umhverfis- og náttúruvernd sem mikilvægum málum, og hafnað því algerlega að heiðarleiki eigi eitthvert erindi í stjórnmál. Flokkurinn er skaðræði í íslenskri stjórnmálaflóru og fylgjendur hans ættu svo sannarlega ekki að hika við að segja skilið við flokkinn. Það hefur lengi verið lenska hér á landi að formenn flokka segjast ganga „óbundnir til kosninga“ eins og sagt er, sem er þó bara annað orðalag yfir það að ætla sér ráðherrastól sama hvað. Formaður Vinstri-grænna hefur þó brotið blað í stjórnmálasögunni og sjálf hvatt til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs, það er, að ganga bundin til kosninga með Sjálfstæðisflokknum. Það er því eitt sem er algerlega augljóst í komandi kosningum. Atkvæði greitt Vinstri-grænum, er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun