Sigurður selur allt í Bláa lóninu til lífeyrissjóða fyrir nærri 4 milljarða Hörður Ægisson skrifar 7. september 2021 16:36 Bláa lónið er verðmetið á meira en 60 milljarða í viðskiptunum sem eru núna að klárast. Vísir/Vilhelm Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og einn af stærri hluthöfum Bláa lónsins um árabil í gegnum eignarhaldsfélagið Saffron Holding, er að ljúka við sölu á rúmlega sex prósenta hlut sínum í fyrirtækinu til hóps íslenskra lífeyrissjóða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur félagið Blávarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða og fer í dag með 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, náð samkomulagi um að kaupa 6,2 prósenta hlut Sigurðar fyrir um 25 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Samkvæmt því er Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, verðmetið á samtals liðlega 61 milljarð króna. Búist er við því að viðskiptin muni ganga í gegn á næstu dögum en ráðgert var að hlutafjáraukning Blávarma, sem ráðist var í vegna kaupanna, myndi klárast í gær. Stærstu hluthafar Blávarma eru Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, hvor um sig með um 20 prósenta hlut. Sala Sigurðar á hlut sínum í Bláa lóninu kemur strax í kjölfar þess að Helgi Magnússon, fráfarandi stjórnarformaður Bláa lónsins og aðaleigandi útgáfufélags Fréttablaðsins, seldi allan sinn eignarhlut – sem jafnframt nam tæplega 6,2 prósentum – til fjárfestingafélagsins Stoða í lok síðasta mánaðar. Stoðir eru stærstu hluthafar Símans og Kviku banka auk þess að vera á meðal umsvifamestu eigenda flugfélagsins Play og Arion banka. Selja í námunda við nýlegt verðmat Samkvæmt heimildum Vísis seldi Helgi hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða á lítillega lægra verði en í tilfelli Sigurðar en þeir hafa báðir verið í hluthafahópi fyrirtækisins í vel á annan áratug. Sigurður, sem er fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley bankans í London til margra ára, er meðal annars einnig í hluthafahópi Íslenskra verðbréfa auk þess sem hann fór með fimm prósenta óbeinan eignarhlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg, sem rekur miðla undir merkjum Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar, undir lok síðasta árs. Sigurður Arngrímsson hefur verið hluthafi í Bláa lóninu í vel á annan áratug. Félagið Blávarmi eignaðist fyrst 30 prósenta hlut í Bláa lóninu vorið 2019 þegar það keypti eignarhlutinn af HS Orku en í þeim viðskiptum var ferðaþjónustufyrirtækið metið á 50 milljarða króna. Í sérstöku verðmati sem Blávarmi lét gera fyrr á þessu ári, sem verðbréfafyrirtækið Arctica Finance hafði umsjón með, samkvæmt heimildum Vísis, var Bláa lónið hins vegar verðlagt á samtals um 57 milljarða króna. Sigurður og Helgi eru því að selja hluti sína núna á verði sem er mjög í námunda – þeir fá lítilsháttar yfirverð – við það verðmat sem lífeyrissjóðirnir framkvæmdu nýlega á Bláa lóninu. Tapaði þremur milljörðum í fyrra Bláa lónið tapaði 20,7 milljónum evra, jafnvirði 3,1 milljarði króna, á síðasta ári og tekjur þess drógust saman um 74 prósent frá árinu 2019 og námu samtals 32,8 milljónum evra. Eigið fé félagsins stóð í 57 milljónum evra í árslok 2020. Með kaupum sínum á hlut Sigurðar í Bláa lóninu mun Blávarmi því eiga samtals 36,2 prósenta hlut í félaginu. Það þýðir að félagið getur þá meðal annars staðið gegn breytingum á einstaka samþykktum Bláa lónsins – sem þarfnast samþykki hluthafa sem ráða að lágmarki yfir 66,7 prósenta hlut – ef svo ber undir síðar meir. Helgi Magnússon seldi allan hlut sinn í Bláa lóninu til Stoða í lok síðasta mánaðar. Stærsti hluthafi Bláa lónsins, með 39,6 prósenta hlut, verður eftir sem áður samlagshlutafélagið Hvatning en stærsti eigandi þess með 60 prósenta hlut er eignarhaldsfélagið Kólfur, sem Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins fer með forræði yfir, á meðan framtakssjóður í rekstri Landsbréfa heldur hins vegar á tæplega 40 prósenta hlut. Þriðji stærsti hluthafi Bláa lónsins – á eftir Hvatningu og Blávarma – er eignarhaldsfélagið Keila með liðlega ellefu prósenta hlut. Keila er í meirihlutaeigu Hvatningar en aðrir hluthafar félagsins eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi.
Bláa lónið Lífeyrissjóðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira