Sú mynd heitir Matrix Resurrections og Keanu Reeves og Carrie-Anne Moss snúa þar aftur sem Neo og Trinity. Lana Wachowski leikstýrir myndinni.
Áhugasamir geta farið á síðuna What is the Matrix og valið rauða eða bláa pillu, eins og Thomas Anderson eða Neo sjálfur þurfti að gera í fyrstu myndinni.
Við það að velja pillu kemur stutt kitla sem sýnir hluta úr myndinni. Warner Bros. segir að forvitnir gætu smellt á pillurnar 180 þúsund sinnum, án þess að sjá sömu kitluna.
The choice is yours. Trailer Thursday at 6AM PT. Visit https://t.co/yX5qbqqNYC #TheMatrixMovie pic.twitter.com/Pme1Sn6lB2
— The Matrix Resurrections (@TheMatrixMovie) September 7, 2021
Til stendur að frumsýna Matrix Resurrections þann 22. desember.