Grikkinn, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar sem og varnarmaður ársins vann einmitt NBA titilinn fyrr í sumar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Fyrsta titil liðsins í 50 ár.
Tvær skærustu stjörnur tónlistarheimsins hafa nú heiðrað Antetokounmpo með því að láta nafn hans koma fyrir í rapptextum sínum. Það eru þeir Kanye West, sem gaf nýlega út plötuna Donda og Drake sem gaf út plötuna CLB, eða Certified Lover Boy.
Lagið á Kanye West plötunni heitir Junya og segir þar í textanum
„Let me be honest (Mmh, mmh)
I won with the bucks, boy
Let me Giannis (Mmh, mmh)
I won with the bucks, boy (Mm, mm)“
Hjá Drake er sagan ansi skemmtileg. Maður að nafni Grayden Gordian tísti þann 21. júlí að Drake myndi nota nafn Antetokounmpo í texta á nýju plötunni.
Drake working Antetokounmpo into a line is gonna be tricky but he ll figure out something.
— Graydon Gordian (@MrGordian) July 21, 2021
Drake hefur sat frá því að hann ákvað einfaldlega að taka Gordian á orðinu og hafa NBA stjörnuna í texanum sem hljómaði að lokum svona:
„Don’t move like a puto
Could at least keep it a buck like Antetokounmpo“
Það er því nokkuð ljóst að þessi frábæri körfuboltamaður og hans saga eiga sér samastað í huga margs körfuboltaáhugafólks og eru þar heimsfrægir tónlistarmenn ekki undanskildir.