Utanríkisáðuneytið segist nú vera að meta stöðuna en nýja stjórnin er leidd af Mullah Mohammad Hassan Akhund, sem er á svörtum lista hjá Sameinuðu þjóðunum og þá er innanríkisráðherrann Sirajuddin Haqqani eftirlýstur af bandarísku alríkislögreglunni.
Hann leiðir Haqqani-sveitirnar sem gert hafa mannskæðar árásir á bandaríska ríkisborgara í gegnum árin.
Nokkuð hefur borið á mótmælum í Afganistan vegna valdatöku talíbana og í gær voru þrír mótmælendur skotnir til bana í borginni Herat í vesturhluta landsins. Þá var einnig skotið á mótmælendur í höfuðborginni Kabúl.