Hvers vegna ekki Framsóknarflokk? Þór Saari skrifar 9. september 2021 15:01 Framsóknarflokkurinn á líklega einhverja glæsilegustu sögu íslenskra stjórnmálaflokka, sögu sem á rætur í samvinnu, vináttu og kærleika fólks í milli. Sögu sem sýnir að samtakamáttur getur skilað miklu og lyft Grettistaki við að bæta bæði kjör manna og samfélag þeirra. Sögu sem lyfti sveitum landsins og leiddi til þess að almenningur í landinu komst að „borðinu“, borðinu sem fram að því hafði verið alfarið í umsjá yfirstéttarinnar. En þessi saga er liðin, því miður. Framsóknarflokkurinn og Samvinnuhreyfinginn, það gríðarlega breytingarafl, fjarlægðust grasrótina og múruðu sig hægt og bítandi inni í eigin hallir við Sölvhólsgötuna í Reykjavík og Hafnarstrætið á Akureyri, þar sem menn með eigin persónulega hagsmuni að leiðarljósi náðu yfirtökunum. Sambandið var brotið upp og hlutar þess einkavinavæddir, Ólafur fékk Samskip, Halldór fékk kvóta, Finnur fékk rafmagnsmælana og fjöldi annarra innmúraðra fengu hina ýmsu hluta afgangs kökunnar. Samvinnuhreyfingin og allt það dæmi varð spillingu að bráð og sá Framsóknarflokkur sem til er í dag á grunn sinn að þakka þeirri spillingu, til dæmis Búnaðarbanka svindlinu, og er gjörsneyddur allri hugmyndafræði um hvernig á að bæta hag landsmanna og laga kjör íbúa landsins. Það hefur verið látið reka á reiðanum í nærri þrjátíu ár og á meðan var flokkurinn notaður sem peningaprentvél fyrir fá útvalda. Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Sigurðar Inga á sínum tíma var að einkavæða stór eignasöfn af íbúðarhúsnæði í opinberri eigu. Fasteignirnar höfðu meðal annars tilheyrt Kletti, sem var opinbert leigufélag. Sem hélt m.a. utan um fullnustueignir ÍLS. Það hvarflaði aldrei að honum, eða öðrum fulltrúum seljenda að eignasöfnin yrðu rekin sem samvinnufélög neytenda. Það þótt flokksystir hans hafi farið mikinn í "Framtíðarskipan húsnæðismála" og búið til lagaumgjörð sem átti að auðvelda stofnun svo kallaðra „nonprofit“ leigufélaga. Eignirnar enduðu í rekstri félaga eins og Heimavalla og Gamma, en viðskiptahugmynd þeirra er húsnæðisbrask. Eftir nokkra snúninga endaði svo stór hluti eignasafnsins í eigu auðmanns frá Noregi. Sá hugsar eflaust hlýtt til Sigurðar Inga & Co. Þegar hann fær milljarða ávöxtun árlega á eignir sem formaður flokksins seldi frá ríkinu. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn í dag eða veita honum stuðning eru því ekki að veita brautargengi stjórnmálaafli sem berst fyrir hagmunum almennings eða einhverrar tiltekinnar stéttar, annarar en auðmannastéttarinnar. Þetta hefur verið bent á og kjósendur og fylgismenn flokksins hafa verið hvattir til þess, meðal annars af Sósíalistum, að endurvekja hugjónina um samvinnu, hugsjónina sem reisti landið úr fátækt á sínum tíma, hugsjónina sem kom landinu svo langt og bætti kjör svo margra. En hverju svarar formaður flokksins því ákalli. Hann hafnar þessu ákalli alfarið og talar um að aðrir séu fastir í fortíðinni. Samvinnuhugjónin er komin á ruslahaug sögunnar segir hann og það eina sem gildi sé að hlaupa samhliða auðvaldinu og rétta út hendina í von um ketbita og vatnsopa af þeim afgöngum sem íhaldið vill henda. Núverandi ríkisstjórn og formaður Framsóknarflokksins ætla sér, hvað sem hver segir (þ.e. aðrir framsóknarmenn) að halda flokknum við spillingarfenið í stað þess að bretta upp ermar og byrja að byggja upp af samvinnu og siðviti eins og Framsóknarmenn gerðu hér í gamla daga. Það alvarlega við þessa vegferð formanns flokksins er að hún mun ekki hætta af sjálfu sér, en í stað þess halda áfram og skemma samfélagið enn meira. Stórir hlutar landsins hafa verið seldir „Erlendum fjárfestum,“ sem eru náttúrulega bara annað nafn yfir falda Tortólapeninga. Þjóð sem á ekki eigið jarðnæði er ekki lengur þjóðríki og öll sú orðræða um valdaframsal til ESB með aðild, er smámunir miðað við það að erlendir braskarar eigi sjálft landið sem við lifum á. Þetta er að gerast gegnum bakdyrnar og með núverandi forystu flokksins við völd. Framsóknarflokkur dagsins hefur engan áhuga á að breyta þessu, engan áhuga á betri lífskjörum borgarana, engan áhuga á siðuðu og betra samfélagi, engan áhuga á neinu yfirleitt, nema þá völdum til handa örfáum ráðherrum. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur, með siðleg gildi samvinuhreyfingarinnar að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Framsóknarflokkinn. Það er bara ekki góð hugmynd. Alls ekki. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn á líklega einhverja glæsilegustu sögu íslenskra stjórnmálaflokka, sögu sem á rætur í samvinnu, vináttu og kærleika fólks í milli. Sögu sem sýnir að samtakamáttur getur skilað miklu og lyft Grettistaki við að bæta bæði kjör manna og samfélag þeirra. Sögu sem lyfti sveitum landsins og leiddi til þess að almenningur í landinu komst að „borðinu“, borðinu sem fram að því hafði verið alfarið í umsjá yfirstéttarinnar. En þessi saga er liðin, því miður. Framsóknarflokkurinn og Samvinnuhreyfinginn, það gríðarlega breytingarafl, fjarlægðust grasrótina og múruðu sig hægt og bítandi inni í eigin hallir við Sölvhólsgötuna í Reykjavík og Hafnarstrætið á Akureyri, þar sem menn með eigin persónulega hagsmuni að leiðarljósi náðu yfirtökunum. Sambandið var brotið upp og hlutar þess einkavinavæddir, Ólafur fékk Samskip, Halldór fékk kvóta, Finnur fékk rafmagnsmælana og fjöldi annarra innmúraðra fengu hina ýmsu hluta afgangs kökunnar. Samvinnuhreyfingin og allt það dæmi varð spillingu að bráð og sá Framsóknarflokkur sem til er í dag á grunn sinn að þakka þeirri spillingu, til dæmis Búnaðarbanka svindlinu, og er gjörsneyddur allri hugmyndafræði um hvernig á að bæta hag landsmanna og laga kjör íbúa landsins. Það hefur verið látið reka á reiðanum í nærri þrjátíu ár og á meðan var flokkurinn notaður sem peningaprentvél fyrir fá útvalda. Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Sigurðar Inga á sínum tíma var að einkavæða stór eignasöfn af íbúðarhúsnæði í opinberri eigu. Fasteignirnar höfðu meðal annars tilheyrt Kletti, sem var opinbert leigufélag. Sem hélt m.a. utan um fullnustueignir ÍLS. Það hvarflaði aldrei að honum, eða öðrum fulltrúum seljenda að eignasöfnin yrðu rekin sem samvinnufélög neytenda. Það þótt flokksystir hans hafi farið mikinn í "Framtíðarskipan húsnæðismála" og búið til lagaumgjörð sem átti að auðvelda stofnun svo kallaðra „nonprofit“ leigufélaga. Eignirnar enduðu í rekstri félaga eins og Heimavalla og Gamma, en viðskiptahugmynd þeirra er húsnæðisbrask. Eftir nokkra snúninga endaði svo stór hluti eignasafnsins í eigu auðmanns frá Noregi. Sá hugsar eflaust hlýtt til Sigurðar Inga & Co. Þegar hann fær milljarða ávöxtun árlega á eignir sem formaður flokksins seldi frá ríkinu. Þeir sem kjósa Framsóknarflokkinn í dag eða veita honum stuðning eru því ekki að veita brautargengi stjórnmálaafli sem berst fyrir hagmunum almennings eða einhverrar tiltekinnar stéttar, annarar en auðmannastéttarinnar. Þetta hefur verið bent á og kjósendur og fylgismenn flokksins hafa verið hvattir til þess, meðal annars af Sósíalistum, að endurvekja hugjónina um samvinnu, hugsjónina sem reisti landið úr fátækt á sínum tíma, hugsjónina sem kom landinu svo langt og bætti kjör svo margra. En hverju svarar formaður flokksins því ákalli. Hann hafnar þessu ákalli alfarið og talar um að aðrir séu fastir í fortíðinni. Samvinnuhugjónin er komin á ruslahaug sögunnar segir hann og það eina sem gildi sé að hlaupa samhliða auðvaldinu og rétta út hendina í von um ketbita og vatnsopa af þeim afgöngum sem íhaldið vill henda. Núverandi ríkisstjórn og formaður Framsóknarflokksins ætla sér, hvað sem hver segir (þ.e. aðrir framsóknarmenn) að halda flokknum við spillingarfenið í stað þess að bretta upp ermar og byrja að byggja upp af samvinnu og siðviti eins og Framsóknarmenn gerðu hér í gamla daga. Það alvarlega við þessa vegferð formanns flokksins er að hún mun ekki hætta af sjálfu sér, en í stað þess halda áfram og skemma samfélagið enn meira. Stórir hlutar landsins hafa verið seldir „Erlendum fjárfestum,“ sem eru náttúrulega bara annað nafn yfir falda Tortólapeninga. Þjóð sem á ekki eigið jarðnæði er ekki lengur þjóðríki og öll sú orðræða um valdaframsal til ESB með aðild, er smámunir miðað við það að erlendir braskarar eigi sjálft landið sem við lifum á. Þetta er að gerast gegnum bakdyrnar og með núverandi forystu flokksins við völd. Framsóknarflokkur dagsins hefur engan áhuga á að breyta þessu, engan áhuga á betri lífskjörum borgarana, engan áhuga á siðuðu og betra samfélagi, engan áhuga á neinu yfirleitt, nema þá völdum til handa örfáum ráðherrum. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur, með siðleg gildi samvinuhreyfingarinnar að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Framsóknarflokkinn. Það er bara ekki góð hugmynd. Alls ekki. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun